Austur India Fjelagið
Einn er sá veitingastaður sem ber höfuð og herðar yfir aðra hér í höfuðborginni. Á Austur Indía-fjelaginu við Hverfisgötu eru menn ekkert að þykjast. Þar er ekki íburðarmikil og ofhlaðin innrétting sem stelur athyglinni frá matnum. Þar er ekki hávær og pirrandi tónlist sem truflar upplifunina. Þar eru ekki ágengir og klaufalegir þjónar sem bera með sér að hafa ekki hlotið tilsögn. Nei, þar er ekkert af framantöldu sem þó prýðir svo marga klassaveitingastaði í Reykjavík. Á Austur Indía-fjelaginu er einföld, látlaus innrétting sem ber framandi menningarheimi fagurt vitni. Þar er lágstemmd seiðandi tónlist sem greinilega er ekki vestur-evrópsk. Og þar starfar besti þjónn á íslandi í dag, Manoj að nafni. Maturinn sem boðið er uppá er indverskur með stóru i-i, og það er nákvæmlega sama hvað pantað er af seðlinum. Hver einasti réttur, eins ólíkir og þeir eru, er eftirminnilegt ferðalag um bragðlaukaheima.
Þeir sem koma í fyrsta sinn á þennan stað ættu ef til vill að láta Manoj velja fyrir sig, eftir samtal, hann er naskur á þarfir og væntingar og vill ráðleggja fólki til að heimsóknin heppnist sem best. Hægt er að fá matinn kryddaðan eftir smekk, frá “mild “og til “ a la cusine” sem er þó ekki nema fyrir innvígða með reynslu af sterkum mat. En ekki er allt fengið með því að hafa matinn of sterkan. Fyrir allmörgum árum síðan varð ég vitni að því er Íslendingur með gorgeir ætlaði að gera sig breiðan á indverskum veitingastað í London. Hann pantaði Vindaloo og heimtaði að það yrði ekki einhver túrista afgreiðsla á þeirri matseld. Hann var svo borinn út af sjúkraliðum, blóðugur um kjaftinn bæð’og trýn og ég held hann hafi skammast sín...
Kryddin á Austur Indía-fjelaginu eru látin spila saman í karríhljómsveitinni. Það getur verið milt kammerverk fyrir smærri hljómsveit eða kraftmikil hetjusinfónía fyrir stórsveit sem borin er fram á sjóðheitu, snarkandi laukbeði beint úr Tandoori ofninum. Kjúklingur, lamb og svín er hráefnið í grunninn, nautakjötið víðs fjarri af eðlilegum ástæðum, en svo eru líka grænmetisréttir fyrir þá sem ekki vilja kjöt. Eingöngu eru notaðar kjúklingabringur, nema í Tandoori kjúllann sem er að venju borinn fram hálfur með beinunum, og lambið er ávallt fillet. Meðlæti er valið af hverjum og einum en þó fylgja öllum réttunum hvít grjón. Nan-brauð er hægt að fá “plain”, með hvítlauk, kókos, koriander eða masala kulcha sem er næstum eins og lítil pizza með smjöri og lauk. Brauðið og Raita jógúrtsósan er nauðsynlegt með þessum mat. Svo er úrval chutney sulta, sæt mangó sulta fer t.d.vel með mörgum réttanna og coriander chutney á vel við lambið. Matseðlinum var nýlega breytt, einstaka réttir af gamla seðlinum hafa vikið og aðrir komið í staðinn. Vinsælustu réttirnir sem hafa skapað húsinu nafn eru þó enn á sínum stað, ástæðulaust að breyta því sem virkar, og nýir spennandi réttir virka freistandi. Við fengum að prufa kjúkling lababdar og lamb kalimirch og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Reyndar hefur það aldrei gerst á þessum stað. Austur India-fjelagið er ekki óhóflega dýr staður, tveir réttir með meðlæti og bjór kosta 10 til 12.000. Maturinn, umhverfið og þjónustan er með því besta sem í boði er á Íslandi í dag og þó víðar væri leitað. Á Austur Indía-fjelagið fer ég aftur, og aftur, og aftur.
Þessi rýni birtist í Mannlífi janúar ´06
Þeir sem koma í fyrsta sinn á þennan stað ættu ef til vill að láta Manoj velja fyrir sig, eftir samtal, hann er naskur á þarfir og væntingar og vill ráðleggja fólki til að heimsóknin heppnist sem best. Hægt er að fá matinn kryddaðan eftir smekk, frá “mild “og til “ a la cusine” sem er þó ekki nema fyrir innvígða með reynslu af sterkum mat. En ekki er allt fengið með því að hafa matinn of sterkan. Fyrir allmörgum árum síðan varð ég vitni að því er Íslendingur með gorgeir ætlaði að gera sig breiðan á indverskum veitingastað í London. Hann pantaði Vindaloo og heimtaði að það yrði ekki einhver túrista afgreiðsla á þeirri matseld. Hann var svo borinn út af sjúkraliðum, blóðugur um kjaftinn bæð’og trýn og ég held hann hafi skammast sín...
Kryddin á Austur Indía-fjelaginu eru látin spila saman í karríhljómsveitinni. Það getur verið milt kammerverk fyrir smærri hljómsveit eða kraftmikil hetjusinfónía fyrir stórsveit sem borin er fram á sjóðheitu, snarkandi laukbeði beint úr Tandoori ofninum. Kjúklingur, lamb og svín er hráefnið í grunninn, nautakjötið víðs fjarri af eðlilegum ástæðum, en svo eru líka grænmetisréttir fyrir þá sem ekki vilja kjöt. Eingöngu eru notaðar kjúklingabringur, nema í Tandoori kjúllann sem er að venju borinn fram hálfur með beinunum, og lambið er ávallt fillet. Meðlæti er valið af hverjum og einum en þó fylgja öllum réttunum hvít grjón. Nan-brauð er hægt að fá “plain”, með hvítlauk, kókos, koriander eða masala kulcha sem er næstum eins og lítil pizza með smjöri og lauk. Brauðið og Raita jógúrtsósan er nauðsynlegt með þessum mat. Svo er úrval chutney sulta, sæt mangó sulta fer t.d.vel með mörgum réttanna og coriander chutney á vel við lambið. Matseðlinum var nýlega breytt, einstaka réttir af gamla seðlinum hafa vikið og aðrir komið í staðinn. Vinsælustu réttirnir sem hafa skapað húsinu nafn eru þó enn á sínum stað, ástæðulaust að breyta því sem virkar, og nýir spennandi réttir virka freistandi. Við fengum að prufa kjúkling lababdar og lamb kalimirch og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Reyndar hefur það aldrei gerst á þessum stað. Austur India-fjelagið er ekki óhóflega dýr staður, tveir réttir með meðlæti og bjór kosta 10 til 12.000. Maturinn, umhverfið og þjónustan er með því besta sem í boði er á Íslandi í dag og þó víðar væri leitað. Á Austur Indía-fjelagið fer ég aftur, og aftur, og aftur.
Þessi rýni birtist í Mannlífi janúar ´06
0 Comments:
Post a Comment
<< Home