Sunday, December 21, 2008

Nú styttist í byltinguna.

Eru samkeppnisyfirvöld í landinu með hausinn á sér á bólakafi í bakgarðinum á Davíð Oddsyni? Hvernig má það vera að aðför að viðskiptafrelsi er látin viðgangast án nokkurra athugasemda? Er það kannski af því að dagskipunin er "kálum Jóni Ásgeiri, hvað sem það kostar" og allir starfsmenn hins opinbera sem gætu hugsanlega gripið inní þá ófrægingarherferð sem nýlega var hrundið af stað eru eins og kindur að elta forystusauð í blindni og hugsunarleysi?

Það getur ekki verið að það megi hóta aðilum sem eiga í viðskipum við eitthvert fyrirtæki að ef þeir ekki hætti því strax verði nafn þeirra dregið í svaðið á einhverjum andskotans svörtum lista og neytendur hvattir til að sniðganga viðkomandi. Tilgangurinn auðvitað að refsa viðkomandi fyrir að voga sér að skipta við fyrirtæki sem, einhverra hluta vegna, er svartlista-aumingjunum ekki þóknanlegt.

Ég held ég vilji ekki ala börn mín upp í réttarríki sem lætur viðbjóð eins og þennan viðgangast í sömu vikunni og athafnmenn eru ákærðir enn og aftur í skugga hefndarþorsta geðbilaðs fyrrum ráðherra og leiðtoga stjórnmálaflokks.

Wake up and smell the coffie !!!!

Það er verið að hafa okkur að fíflum hverja einustu mínutu hvers einasta dags sem þessi ríkistjórn frá helvíti með sína gjörspilltu og siðblindu ráðherra situr við völd.

Umboðslaus og í óþökk þjóðarinnar haldandi hlífiskildi yfir embættismanna-skítahaug vanhæfra undirmálsmanna.

HVAR ERTU ÞJÓÐ MÍN MEÐ STOLT ÞITT OG HEIÐUR ?

HVENÆR VERÐUR ÞESSI FLÓR MOKAÐUR ?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home