Tuesday, August 12, 2008

Líkið sækir líkið heim...


Þótt ekki séu til bein lagaákvæði um meðferð á líkum frá andláti og fram að útför er þó minnst á lík á nokkrum stöðum í lagasafni alþingis.

Þar segir t.d. í lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr.61 12. júní 1998 í níundu grein; 9. gr. Lík skal geyma á stað við hæfi. Ef ekki er unnt að staðfesta andlát skal fylgjast með viðkomandi og ekki flytja í líkhús fyrr en læknir hefur staðfest dauðaskilmerki.

Svo er spurning hvort uppeldi, heilbrigð skynsemi og einhverjir fleiri álíka þættir bjóði ekki hverjum og einum að vanvirða ekki líkamsleifar látinna einstaklinga, þótt sálin sé farin eitthvert annað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home