Íslenska 101

Hér er lausleg þýðing:
Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var drifinn í viðtal hjá Adolfi Inga eftir stórbrotinn sigur Íslenska landsliðsins í undanúrslitaleik gegn Spánverjum á ólympíuleikunum í Peking. Þar rifjaði forsetinn upp afrek Vilhjálms Einarssonar frá leikunum í Melbourne árið 1956 og sagði að sigurinn nú væri stór stund í íþróttasögunni.
„Að vera hér og horfa á þessa staðreynd að þetta lið komi með annað hvort gull eða silfur frá þessum ólympíuleikum. Þessir strákar verðskulda sannkallaða þjóðhátíð. Þetta er mikið afrek og svo mikið afrek að maður er ekki búinn að jafna sig. Fyrir þjóðina alla, þá er þetta stærsta afrek í íþróttasögunni.“
Hr. Ólafur sagði ennfremur að hann hefði heyrt að íþróttamönnum þætti afrek landsliðsins mikið og vera sterk skilaboð til íþróttahreyfingarinnar allrar. „Það er langur listi af þjóðum sem þeir eru búnir að leggja. Þetta verður með minnisstæðustu tíðindum lýðveldisins. Ekki aðeins í íþróttasögunni heldur í sögu lýðveldisins.“
Birtist þá frú Dorrit og eins og svo oft áður bræddi hún hjörtu Íslendinga með einni gullinni setningu; „Við erum ekki lítið land, það er stórasta land í heiminum!“
Eiga forsetahjónin það ekki inni hjá ritstjórum, blaðamönnum og prófarkalesurum að frétt um þau og afrek íslenska landsliðsins sé skrifuð á Íslensku en ekki „Húbba-búbbísku!!!“ Hér hefði mátt vanda sig örlítið meir.
Engar leiðréttingar eru gerðar við beina orðræðu þar sem frumútgáfa setninga þeirra sem vitnað er til er ekki þekkt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home