Loksins eitthvað jákvætt.

Fjórða valdið gengst upp í því að segja okkur bara neikvæðar fréttir. Barnaníðingar og kreppa, fjöldauppsagnir og verkföll, dópsmygl og peningasukk jakkalakka. Og frásagnir af hetjudáðum lögreglumanna hér og þar á landinu. Tólf teknir ölvaðir undir stýri, piparúða beitt á mótmælendur, Blönduóslöggan með enn eina rassíuna.
Alveg ætlar þetta mann lifandi að drepa.
Þá rak ég augun í þessa litlu frétt af samskiptum lögregu á suðurlandi við ökumenn sem áttu leið um þeirra umdæmi.
Kannski er ég að meyrna með aldrinum en mér þótti gott að lesa umsögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Jákvæðni og gagnkvæm virðing og allir skildu sáttir.
En kannski er skýringanna bara að leita í kreppunni, menn eiga ekki fyrir búsi og keyra þessvegna edrú.
Samt situr þessi jákvæða frétt dálítið í mér.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home