Tuesday, December 23, 2008

Father and son !


Margar og mismunandi leiðir eru til að ljúga að fólki og slá ryki í augu almennings.

Áróðursmeistarar þriðja ríkisins þekktu flestar þessar aðferðir og nýttu sér hvert tækifæri til að segja þannig frá málum að kæmi sér vel fyrir þá og illa fyrir andstæðinga þeirra.

Feðgarnir ósannsöglu, kallinn með hattinn og taglhnýtingur hans, gera meira af því að skekkja frásagnir en góðu hófi gegnir í blaðræfli sínum DV. Enda hefur komið í ljós að þeir hafa ekki ritstjórnarlegt vald yfir því sem birt er eða ekki birt, nema að hluta til.

Þá er helst til ráða að beina spjótum sínum eitthert annað, þangað sem síst er að vænta mótsvara.

Velgengni afmælissýningar Ladda, Laddi 6-tugur, hefur ekki farið fram hjá neinum og nú virðist stefna í að DVD útgáfa sýningarinnar verði með allra söluhæstu diskum sem gefnir hafa verið út á Íslandi.

Þetta er til marks um annars vegar hversu sýningin er vel heppnuð og skemmtileg og hinsvegar hversu mjög Íslenska þjóðin ann þessum syni sínum sem glatt hefur unga sem aldna frá því hann kom fyrst fram sem skemmtikraftur ásamt bróður sínum Halla fyrir réttum 40 árum síðan.

Það afhjúpar ekkert nema lélegan karakter DV feðganna að geta hvorki sagt frá Ladda né sýningunni góðu í eitt einasta sinn öðruvísi en að velta sér uppúr þeim peningum sem svona prodúksjón óhjákvæmilega veltir, sérstaklega ef hún gengur fyrir fullu húsi í tvö ár samfleitt og slær síðan sölumet á DVD.

En þeir feðgar láta, að hætti áróðursmeistara og spin-doktora, ávallt hjá líða að nefna að mikill kostnaður fylgir uppfærslunni og framleiðslunni og svo er Laddi sjálfur ekki útgefandi eða umsýslumaður þess hluta heldur fyrirtækið Sena svo hann situr ekki heima hjá sér í Lazy-boyinum í peningahrúgu vitandi ekki aura sinna tal. Slíkt er fjarstæða og þessar dylgjur DV feðga um mökun króka og milljónatugi eru ósæmilegar og hvimleiðar í besta falli en lágkúrulegar og óþarfar í raun.

Hættið að ljúga að fólki, Reynir and son, því annars fer snepillinn ykkar beinustu leið á sorphaug sögunnar og vefurinn vondi sömu leið með öllum sínum mál- og stafsetningarvillum.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sammála þessu Howser! Aumkunarvert píp í þessum nördum. Það má gera ráð fyrir því að menn hafi einhverjar tekjur uppúr svona löguðu..en það er reyndar alveg ótrúlega óintressant. Það sem skiptir máli er að þetta er frábært show með frábærum artistum. Góðar stundir.
Ásgeir

12/27/2008 3:39 PM  

Post a Comment

<< Home