Tuesday, April 01, 2008

Kraumur ?

"Þó í potti kraumi" var sungið í rútunni þegar átti að barna setningar úr þekktum popplögum og lag Eyfa "Ég lifi í draumi" dúkkaði upp í fíflalátunum.

En það "kraumar" í fleiri pottum en þeim sem bláfátækir poppararnir voru að gantast með á heimleiðinni eftir ballið "út'á landi", sem þeir héldu sjálfir. Nú kraumar nefnilega í miklum sjóðapotti sem tónlistarlegir öryrkjar og þurfalingar geta sótt sporslu í til að eiga fyrir salti í grautinn sinn.... sem er svo eldaður í enn öðrum potti..

"Kraumur" var það heillin, og ef platan selst ekki nógu vel eða mætingin á tónleikana er eitthvað léleg má þiggja aðréttu úr hinum nýja digra sjóði.



Samt var eitthvað þroskandi og næstum heillandi við það að þurfa sjálfur að afla sér viðurværis með eigin verkum og dugnaði... og láta markaðslögmálin framboð og eftirspurn um að greina hismið frá kjarnanum....


En tímarnir breytast og dugnaður manna og drengskapur líka. Það sem sumir mega hvorki nefna né tala um hentar öðrum ágætlega til framfærslu....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home