Tuesday, March 25, 2008

Má aldrei gleymast !

Líkt og Ameríkumenn hafa sitt Kennedymorð og samsæri Bush'anna 11.september'01 burðumst við með óupplýst réttarmorð sem framið var á áttunda áratugnum og ekki virðist mega fjalla um hvað þá að leiða til lykta.
Nýlega hefur hópur áhugamanna um þennan glæp, sem stjórnvöld frömdu gegn nokkrum einstaklingum, opnað upplýsingavef þar sem nálgast má nær allt sem ritað hefur verið um þetta ljóta mál og tengist réttarkerfinu. Á vefnum má lesa dómsorð, lögfræðiálit, synjanir á endurupptöku, lýsingar á meðferð hinna ákærðu á meðan á "rannsókn" málsins stóð og sitthvað fleira.

Það er mér bæði ljúft og sannarlega skylt sem Íslendingi að vekja athygli ykkar, sem lesið þennan vef minn, á síðunni "mál214" og ég hef bætt við hlekkjasafnið hér til hægri.

Skoðið endilega þennan merka vef og myndið ykkur eigin skoðun á einum svartasta blett íslenskrar samtímasögu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælinú.


http://mal214.blog.is/blog/mal214/

Kveðja úr neðra...

TH

9/18/2008 4:16 AM  

Post a Comment

<< Home