Sunday, December 30, 2007

Siðlaust - siðlegt - siðblint !

í Fréttablaðinu í dag (30. des 2007) er stutt frétt um flugeldasölu og samkeppni á flugeldamarkaði. Þar tjá sig Jón Ingi Sigvaldason, hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Guðný Guðmundsdóttir, verslunarmaður hjá Gullborg Flugeldum og Einar Ólafson, annar eigenda Alvöru-gæðaflugelda. Fróðlegt er að lesa þetta stutta innlegg í umræðuna um flugeldasölu og fjáröflun björgunarsveitanna.
Jón Ingi dregur fram mikilvægi flugeldasölunnar og bendir á að sumar björgunarsveitir fái allt að 90% af sínu rekstrarfé með flugeldasölu. Hann segir líka frá þeirri ósvinnu að sumir einkaaðilar reyna að líkja eftir flugeldasölum björgunarsveitanna með eins skiltum. (Reyndar gengu sumir svo langt fyrir ári síðan að vera með bíla og blikkljós fyrir utan sölustaðina , eins og björgunarsveitirnar, og klæddu afgreiðslufólkið í rauðar flíspeysur sem líktust björgunarsveitarpeysunum. Þetta var afhjúpað af fjölmiðlum og vakti hvarvetna reiði og ímugust.)
Guðný telur að björgunarsveitirnar séu að herma eftir þeim hjá Gullborg og ekki öfugt og bendir á að þau hafi nefnt sprengjur eftir íslenskum fjöllum áður en björgunarsveitirnar nefndu sínar tertur eftir fornköppunum.
Það er hinsvegar hinn ofurtrúaði krossfari Einar "áttavillti" Ólafsson sem gengur lengst í sjálfsblekkingu og afneitun þegar hann svarar spurningunni um hvort siðferðilega réttlætanlegt sé að taka spón úr aski björgunarsveitanna með því að selja flugelda í einkasölu. Hann svarar, að hætti bókstafstrúaðra, ekki spurningunni sem hann var spurður heldur þvaðrar eitthvað um úrskurð samkeppnisstofnunar sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að allir ættu að sitja við sama borð. Siðblindinginn heldur svo áfram og segir "það siðferðilega rétt að kúnninn fái góða vöru á góðu verði eins og gerist þegar samkeppni fær að þrífast"!
Ég hvet alla sem ætla að kaupa flugelda núna og í framtíðinni að kynna sér þann einstakling sem svarar spurningu um siðferði með þessum hætti. Einnig væri vert að kynna sér í leiðinni þau ofstækisfullu sértrúarsamtök sem viðkomandi er skálkaskjól fyrir, því pústverkstæðið er fráleitt aflögufært um þá tugi milljóna sem þarf til að leysa út heilu gámana af flugeldum, þar hljóta önnur og dýpri veski að hafa verið opnuð. Og svo væri vert að fá að vita hvert gróðinn af flugeldasölunni rennur þegar upp verður staðið því ekki berst barnastjarnan fyrrverandi mikið á, hvorki í klæðaburði né veraldlegum eignum.
EKKI LÁTA BLEKKJAST AF SIÐBLINDU RUGLI OFSATRÚARMANNA - KAUPIÐ FLUGELDANA HJÁ BJÖRGUNARSVEITUNUM OG HVERGI ANNARSSTAÐAR.
Þannig getum við látið "samkeppnina" ráða og ýtt krossförunum til hliðar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home