Les Rendez-vous
Hvað er það sem skiptir máli ef heimsókn á veitingastað á að heppnast vel? Auðvitað að maturinn sé góður, spennandi og fallega fram borinn, þjónustan sé lipur, fagmannleg og þægileg, umhverfi staðarins sé aðlaðandi og að verðið sé sanngjarnt. Í húsnæði þar sem lengi var Pasta Basta við Klapparastíg, hefur nýr veitingastaður verið opnaður. Sá er rekinn af franskri fjölskyldu og kynntur sem “franskur”. Þeir sem tala frönsku geta því pantað og átt samskipti við starfsfólkið á því tungumáli, við hin pöntum á ensku því ekki er töluð íslenska á þessum stað, ennþá. Engin vandamál gerðu þó vart við sig í borðapöntuninni og móttökur á staðnum voru hlýlegar og gáfu góð fyrirheit. Efri hæð hússins, þar sem einhverntíma var bar og setustofa, er nú matsalur. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að engin gluggatjöld eru fyrir gluggum og sterkri hvítri birtu frá veggljósum er beint upp í hvítt loftið svo að loftræstistokkurinn þar verður þungamiðja skreytinga, sem reyndar er stillt í hóf í salnum. Lágstemmd óperutónlist barst úr hátölurum en skömmu síðar vék hún því einn gestanna mátti til að glamra á rafmagnspíanó sem stendur þarna í einu horninu. Eitt eða tvö lög til að ganga í augun á deitinu hefðu engan truflað en það sem þarna fór fram verður að teljast með verri dinneratriðum seinni tíma. Rafpíanó hafa þann yndislega fídus að á þeim er styrkstillir sem hefði bjargað heilmiklu ef hann hefði verið betur nýttur. En hvað um það, gestirnir hækkuðu bara róminn á meðan, allt afar rómantískt. Matseðillinn er hvorki stór né flókinn, súpur eru tvær, lauksúpa og rjómalöguð blómkálssúpa. Hin ómissandi franska kæfa ásamt laxa “rilettes” í forrétt, einnig egg, skinkuteningar og ostur og forláta salat. Þrír fiskar og önd í aðalrétt ásamt íslensku nauti og svo þeitt eggjahvíta á vannillubúðingi, créme brulle, pönnukökur og eplaka í eftirrétt. Við pöntuðum að sjálfsögðu Foie-grasið og lauksúpuna til að skapa strax rétta franska stemningu. Kæfan kom greinilega beint úr kæli svo að fitan varð mest áberandi í bragði og áferð og lauksúpan var vart meira en niðurskorinn laukur í soðnu vatni. Reyndar leit þetta hvorutveggja vel út, það vantaði ekki, fallega skreyttur kæfudiskurinn og brauð með bráðnum osti ofaná súpunni. En þetta var eins bragðlaust og óspennandi og það gat verið. Þvílík vonbrigði. Aðalréttir skyldu vera vatnableikja, saltfiskspænir og andabringa. Bleikjan reyndist vera pínulítið smörsteikt flak, algerlega bragðlaust, með fimm forsoðnum en köldum kartöflum raðað í hálfhring. Saltfiskurinn var undarleg útgáfa af plokkfiski, haugur af tættu grænu káli og tvær næfurþunnar snittubrauðsneiðar með söxuðum svörtum ólífum var meðlætið með þeirri tilraun. Og svo var það andabringan sem pöntuð var “well done” en mætti blóðug á borðið.
Engin leið var að borða þennan flata og óspennandi mat eins og hann var borinn fram og því var leitað að salti og pipar á nærliggjandi borðum. Þjónninn var að lokum sóttur á neðri hæðina og hann kom með settið. Það lifnaði aðeins yfir bleikjunni, saltfiskurinn var áfram bara saltfiskur en svo datt lokið af bauknum þegar átti að strá örlitlu salti yfir blóðklessurnar. Sú önd hafði þar með lokið keppni. Enn vonbrigði. Vínseðillinn er franskur. Þar kennir ýmissa grasa og vínið, sem við völdum dálítið blindandi, var ágætt þó það hafi ekki náð að bjarga máltíðinni. Eftirréttir voru ekki smakkaðir því allur vindur var úr borðhaldinu. Umhverfi Les Rendez-vous er snyrtilegt en því er spillt með skurðstofulýsingu og ef ekki verður ráðinn hljóðfæraleikari til að spila undir borðum hefur píanóið engan tilgang annan en að freista draumóramanna. Þetta er rándýr veitingastaður sem stendur engan veginn undir verðlagningunni. Maturinn er bragðlaus og engu líkara en að kastað sé til höndum við framreiðslu hans, hvað er líka svona franskt við pönnusteikt silungsflak með soðnum kartöflum? Þegar maður sér verð eins og þau sem þarna eru sett upp gerir maður ósjálfrátt sanngjarna kröfu um toppgæði. Þessi máltíð stóðst engan veginn þær væntingar, Reyndar var hún svo afleit að inn á þennan stað fer ég líklega aldrei aftur. Svo er ekki verjandi, fyrir þennan pening, að hafa þjóninn á gallabuxum og í bol og pappírsservíettur af ódýrustu gerð á borðunum. Les Rendez-vous fær eina stjörnu fyrir kurteisina sem einkenndi öll samskipti kvöldsins, annað var ekki í lagi. Niðurstaðan; algjör vonbrigði, eða á frönsku til að fyrirbyggja misskilning; “c'était un gaspillage complet de temps et d'argent”.
Engin leið var að borða þennan flata og óspennandi mat eins og hann var borinn fram og því var leitað að salti og pipar á nærliggjandi borðum. Þjónninn var að lokum sóttur á neðri hæðina og hann kom með settið. Það lifnaði aðeins yfir bleikjunni, saltfiskurinn var áfram bara saltfiskur en svo datt lokið af bauknum þegar átti að strá örlitlu salti yfir blóðklessurnar. Sú önd hafði þar með lokið keppni. Enn vonbrigði. Vínseðillinn er franskur. Þar kennir ýmissa grasa og vínið, sem við völdum dálítið blindandi, var ágætt þó það hafi ekki náð að bjarga máltíðinni. Eftirréttir voru ekki smakkaðir því allur vindur var úr borðhaldinu. Umhverfi Les Rendez-vous er snyrtilegt en því er spillt með skurðstofulýsingu og ef ekki verður ráðinn hljóðfæraleikari til að spila undir borðum hefur píanóið engan tilgang annan en að freista draumóramanna. Þetta er rándýr veitingastaður sem stendur engan veginn undir verðlagningunni. Maturinn er bragðlaus og engu líkara en að kastað sé til höndum við framreiðslu hans, hvað er líka svona franskt við pönnusteikt silungsflak með soðnum kartöflum? Þegar maður sér verð eins og þau sem þarna eru sett upp gerir maður ósjálfrátt sanngjarna kröfu um toppgæði. Þessi máltíð stóðst engan veginn þær væntingar, Reyndar var hún svo afleit að inn á þennan stað fer ég líklega aldrei aftur. Svo er ekki verjandi, fyrir þennan pening, að hafa þjóninn á gallabuxum og í bol og pappírsservíettur af ódýrustu gerð á borðunum. Les Rendez-vous fær eina stjörnu fyrir kurteisina sem einkenndi öll samskipti kvöldsins, annað var ekki í lagi. Niðurstaðan; algjör vonbrigði, eða á frönsku til að fyrirbyggja misskilning; “c'était un gaspillage complet de temps et d'argent”.
2 Comments:
Já... mér fannst Les Rendez vous algjörlega standa undir væntingum mínum! Frábær matur og fjölskyldan sem á staðinn yndislegt fólk sem vildi allt fyrir mann gera!
Já, fólk hefur misjafnar væntingar.
Og gerir misjafnar kröfur.
........
En allir þurfa samt að borga jafnmikið fyrir.
Post a Comment
<< Home