Friday, November 02, 2007

Æ æ !

Nú gerðu þeir í skóna sína, Dvergurinn Eyrnastór og Ofursonurinn Löggimann. Hvernig dettur þessum steinaldarmönnum í hug að árið 2007 geti þeir sent tuttugu manna sérþjálfaða vopnasveit heim til manns sem ekki er (þennan tiltekna dag) grunaður um glæp, bara til að gera hjá honum húsleit og enginn muni segja neitt við því? Hvar er nú krafan um réttindi einstaklingsins og friðhelgi heimilisins? Og svo þverbrjóta þessir fyrirmyndarmenn í beinu framhaldi alla milliríkjasáttmála um vegabréfalaus landamæri, láta loka hliðunum í Leifstöð og handtaka alla sem þar fara um og hafa einhverntíma átt mótórhjól.

Einelti tekur á sig ýmsar myndir og er alltaf ógeðfellt. En þegar kjörnir embættismenn og skipaðir attaníossar þeirra fara slíku offari sem nú, gegn einum einstaklingi og vinum hans, hljóta að vakna spurningar um tilgang þeirra og meiningar.

Eða er öllum frjálsum mönnum í þessu landi kannski bara skítsama af því búið er að þylja nógu oft í eyru okkar að mótórhjólamenn séu glæpamenn, allir með tölu!!!!

Talandi um fordóma....


Svo veit ég ekki betur en að hann Jón Trausti hafi verið nokkurnveginn til friðs undanfarið.....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekki veit ég svo sem með undanfarið, en hitt veit ég að fólk sem býr nálægt greninu er gersamlega skíthrætt við liðið þarna. Og ekki bara út í bláinn.

Það réttlætir samt svo sem ekki innrás nema sérstök ástæða sé til.

11/02/2007 7:11 PM  

Post a Comment

<< Home