Thursday, July 19, 2007

"lúserinn"

Í beinu framhaldi af pistlum mínum um löggæslumenn og virðingu og/eða virðingarleysi þeim til handa klappa ég lyklaborði nú til að fagna viðhorfsbreytingu sem birtist mér í Séð og heyrt rétt í þessu.
Ég hef látið fara í taugarnar á mér þann hroka, sem birtist í annars skemmtilegri áminningarauglýsingu um umferðarhraða, þegar lögregluþjónn er látinn segja "mér sýnist þetta vera sami lúserinn og í gær" um dreng sem í tvígang með stuttu millibili gerist sekur um of hraðan akstur. Manngreinarálitið og fordómarnir sem fólgnir eru í þessari einu litlu setningu súmmera upp nær allt sem ég hef verið að reyna að segja í pistlum mínum um það hvernig virðing hlýtur ávallt að vera áunnin en ekki sjálfgefin og ekki síst í jafn vandasömu starfi og löggæsla er. Lögreglumaður, sem vogar sér að kalla ungan pilt "lúser" fyrir það eitt að, í þroskaleysi ungs aldurs og dómgreyndarleysi þess sem enga reynslu hefur, gerast sekur um að aka of hratt, á ekki að búast við því að viðkomandi sýni honum eða búningnum sem hann ber meiri virðingu en sýnd var.
Það gladdi mig því að sjá þessa sömu teiknimyndaseríu í fyrrnefndu blaði og þar hafði "lúserinn" verið breytt í "náunginn" ! Miklu betra og auglýsingin í heild markvissari og alveg örugglega vænlegri til árangurs.

Það sem kemur mér kannski enn meira á óvart er að þessi meinta viðhorfsbreyting skuli einmitt birtast í þessu tiltekna slúðurblaði en ritsjóri þess hefur hingað til ekki verið þekktastur fyrir siðvendni eða aðgát í nærveru sálna í því sem birst hefur undir hans stjórn og ábyrgð.
Það er að segja, ef hann hefur þá nokkuð um það að segja hvaða auglýsingar birtast í blaðinu hans og hvernig þær eru útfærðar, já og nokkurn áhuga á því yfirhöfuð.

En batnandi er mönnum best að lifa, það sannast enn og aftur.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, þarna fóru menn klárlega offörum í að reyna að gera too-cool-for-school auglýsingu en skutu langt fyrir markið. Það er þó vel að þeir hafi ákveðið að draga aðeins úr kúlinu, og mjög merkilegt að þetta hafi birst í umræddu blaði þar sem ritstjórinn er jú þekktur fyrir að svífast einskis þegar kemur að fréttafluttningi. Raunar er orðspor hans svo vafasamt að ónefndur heimildarmaður minn kallaði hann djöflamerg og vitorðsmann hans, Eirík Jónsson, kallaði hann endaþarm íslenskra fjölmiðla.

En það voru hans orð, ekki mín.

7/29/2007 1:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæll herra Howser!

Nú vill svo til að ég þekki Mikka ágætlega. Og það má alveg segja að hann sé ekki þekktastur fyrir hina meintu aðgát í nærveru sálar -- sem væntanlega á hér að þýða að hann hefur ekki hikað við að birta fréttir þegar svo ber undir sem eru í trássi við úldinn smáborgaraháttinn og hræsnina sem hér lifir svo góðu lífi. En það er hægt að vera verri en betri með að þegja yfir óþægilegum málum. Hins vegar get ég fullvissað þig um að Mikki er ágætlega siðvandur -- siðvandari en flestir sem ég þekki. Ég get til dæmis fullvissað þig um að hann hefur ekki kallað nokkurn mann djöflamerg opinberlega hvað þá haft slíkt eftir ónafngreindum heimildamanni. En það er til marks um umræðuna, hina átakanlegu og mótsagnakenndu, að hér veður einhver Siggeir fram á sjónarsviðið og hikar ekki við varpa slíku fram. Og er sjálfsagt sannfærður um það í hjarta sínu að hann sjálfur sé ákaflega siðvandur. Það er þetta fólk, sem í krafti þeirrar trúar að það sjálft sé svo gott og geti því dæmt aðra (án þess svo mikið sem nefna dæmi), sem veldur mér ógeði.

Kveðja,
Jakob

8/07/2007 8:55 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Mikki Torfa = siðvandur ?

Jakob, chill !

8/08/2007 12:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Manngreinarálitið og fordómarnir sem fólgnir eru í þessari einu litlu setningu súmmera upp nær allt sem ég hef verið að reyna að segja í pistlum mínum um það hvernig virðing hlýtur ávallt að vera áunnin en ekki sjálfgefin og ekki síst í jafn vandasömu starfi og löggæsla er. Lögreglumaður, sem vogar sér að kalla ungan pilt "lúser" fyrir það eitt að, í þroskaleysi ungs aldurs og dómgreyndarleysi þess sem enga reynslu hefur, gerast sekur um að aka of hratt, á ekki að búast við því að viðkomandi sýni honum eða búningnum sem hann ber meiri virðingu en sýnd var.
Það gladdi mig því að sjá þessa sömu teiknimyndaseríu í fyrrnefndu blaði og þar hafði "lúserinn" verið breytt í "náunginn" ! Miklu betra og auglýsingin í heild markvissari og alveg örugglega vænlegri til árangurs.
Hvernig var þetta með íslenskuna? hvenær varð "súmmera" íslenska og hvernig á að skilja þess umfjöllun? Ljósmyndarinn

8/11/2007 2:15 AM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Já þú segir það !
Sennilega hefði ég átt að hafa gæsalappir um þetta skemmtilega orð; "súmmera" en þar sem nær allir lesendur pistla minna hafa góða greind og næmni fyrir kaldhæðnislegum "húmor" mínum taldi ég víst að augljóst væri að ég var þarna að vísa til notkunar orðsins "lúser" í umræddri auglýsingu. (þ.e. lúser=aumingi/súmmera upp=draga saman, útlent orð "íslenskað" í stíl)
Smámunalegur sparðatíningur eins og sá sem þú viðhefur, hver sem þú annars ert, er dæmigerður fyrir asnann sem horfir á fingurinn þegar honum er bent á tunglið. Sá sem sér ekki lengra en að stökum orðum textans mun seint geta skilið innihald hans og sá sem ekki þekkir viðkomandi sögu eða hefur reynt að skilja áður birta pistla á að sjálfsögðu engan "séns" í að skilja tilvísanir í þá.
Eftir stendur óhaggað að notkun orðsins "lúser" í umræddri auglýsingu gjaldfelldi hana og birti landsmönnum sönnun þess sem ég hef verið að skrifa um alllengi.

Og ef þú skilur ekki innihald texta af því þú skilur ekki stök orð getur þú reynt að nota orðabækur eða fara á lestrarnámskeið sem leggja áherslu á lesskilning. Ég held ekki úti bloggsíðu til að þú getir æft þig í lestri.

En hafðu samt gott og "be cool" ef þú skilur það.

HH..

8/11/2007 12:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jakob: Eru það ekki grunnréttindi allra blaðamanna að heimildamenn þeirra fái að njóta nafnleyndar þegar viðkvæm mál eru til umfjöllunar?

Nú kemur það málinu lítið við hvor sé siðvandari, ég eða Mikki, enda er ég ekki ritstjóri vinsælasta slúðursrits landsins. Mér þykir það nú ekki nema sjálfsagt að maður í slíkri ábyrgðarstöðu sé að minnsta kosti í meðallagi siðvandur.

Nú er ég ekki jafn heppinn og þú að þekkja til Mikka persónulega en ég hins vegar þekki til "fórnarlamba" hans persónulega. Þessi umræða mín og heimildarmanns míns spannst útfrá frétt sem Séð og Heyrt birti um fjölskyldu Kalla Bjarna eftir að hann fór í fangelsi. Í leiðara heldur Mikki því blákalt fram að hann hafi tekið þetta viðtal við konu Kalla og gott ef hann vottaði þeim ekki samúð og fleira í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Alla (konan hans Kalla) neitaði Mikka um þetta viðtal og lét ekkert hafa eftir sér um þetta viðkvæma mál (skiljanlega). En Mikki dó ekki ráðalaus heldur skáldaði upp myndarlega grein og til þess að gera hana trúverðuga notaði hann gamlir myndir úr myndasafni. Greinin er hins vegar uppfull af staðreyndarvillum og staðreyndum sem eru löngu orðnar úreltar og þannig sést greinilega að "viðtalið" er uppspuni frá rótum.

Ég veit að þetta svar mitt kemur seint en ég var bara að sjá þetta núna fyrst og ég einfaldlega gat ekki látið þetta kyrrt liggja. Ég veit að við erum líka komnir eilítið útfyrir upphaflegt efni bloggsins en ég vona að Hjörtur erfi það nú ekki við mig.

8/18/2007 1:49 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Ávallt velkominn Siggeir !

8/19/2007 1:30 AM  

Post a Comment

<< Home