Wednesday, July 18, 2007

Mildi að mannbjörg varð...

Mikið er ég sammála því þegar óhapp verður að það er blessun þegar ekki týnist mannslíf. Eða eins og Benóný þyrluflugstjóri sagði; það er hægt að endurnýja tækin en ekki mennina. Samt fékk ég nettan aulahroll þegar dvergurinn Eyrnastór var að sýna sig í fréttum (Rúv n.b. þar sem öllum öðrum fjölmiðlum var víst meinaður aðgangur að svæðinu) að taka á móti áhöfn þyrlunnar sem hlekktist á frammi fyrir ál-verinu í Straumsvík. (Er mengunin orðin svona svakaleg þarna að mótórar drepa á sér ?). Eyrnastór tók á móti mönnunum eins og hann væri að heilsa sendinefnd og sjá mátti á svip sumra að þeim var misboðið. Steininn tók hinsvegar ekki úr fyrr en ráðherrann með völdin sagði; þið stóðuð ykkur vel og gangi ykkur allt í haginn... (eða ehv. í þá áttina).

Hann hefði kannski frekar átt að taka sér í munn fleyg orð eins vinar míns úr poppbransanum og segja. "Þetta var nú ekki alveg nógu PRÓ hjá okkur strákar mínir"!!!

En mennirnir eru lifandi og það er fyrir mestu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

He he he nokkuð til í þessu.
Alls ekki pró að crassa þyrlu sem kostar milljarð:-)

7/18/2007 7:27 PM  

Post a Comment

<< Home