Friday, May 25, 2007

Skyldan kallar !














Oft hef ég verið spurður hvaða veitingastað menn eigi helst sækja heim á ferðum sínum til London. Ég ákvað því að taka saman umfjöllun um þá staði sem ég hef heimsótt og gert hafa vel við mig í stórborginni.

Ekki verður um að ræða tæmandi gagnrýni á þessa staði heldur skrif meira í ætt við "tour-guide" fyrir svanga ferðalanga sem þó vilja gera vel við sig í mat og drykk. Engir skyndibitastaðir verða með á listanum af skiljanlegum ástæðum og flestir staðirnir eru staðsettir í miðhluta borgarinnar, Soho og svæðunum þar um kring.

Listinn mun birtast hér innan fárra sólarhringa og vonandi hafa sem flestir gagn og gaman af uppátækinu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælir Howser

Ég verð nú að viðurkenna að ég býð spenntur eftir þessum "tour guide" um veitingastaði Lundúna. Er sjálfur búinn að fara á þá marga og hvergi finnst mér matur betri en þar.
Samt er þetta fyndið hvað maður hefur eitthvað misskilið þetta allt saman í gengum tíðina, man þá tíð að Þýskaland þótti svaka fínt í mat, og þykir enn hjá sumun í minni fjölskyldu, en England var það lægsta sem þú gast farið þegar það kom að matargerðalist.

En svo vill til að ég hef farið ansi mörgum sinnum á báða staði undanfarin ár vegna vinnu minnar, og verð að segja að London hefur marga þá bestu staði sem ég hef farið á, ég hef nú ekki verið neinn sérfræðingur í veitingahúsum bara svona lesið mér smá um áður en lagt er af stað, ég mun allavega tékka á þessum stöðum sem þú mælir með.

Jens Ormslev

5/27/2007 10:18 PM  

Post a Comment

<< Home