Monday, May 14, 2007

Minnipokamaðurinn ég !

Af því ég kýs að eiga heimili í þéttbýlinu Hafnarfirði en ekki í einhverjum útnára eins og Trékyllisvík eða Raufarhöfn þarf ég að kyngja því að x-ið mitt hefur minna vægi en þeirra sem, vegna átthagafjötra eða annara ástæðna, neyðast til að hokra í hundsrassi.

Hin mannfjandsamlega ofríkistjórn sem hefur fótum troðið allt fagurt og gott í meir en áratug hefði kolfallið ef atkvæði mitt væri jafngilt þeirra sem byggja hinar dreifðari byggðir landsins.

En líklega er þess langt að bíða að mannréttindi, eins og jafnt vægi atkvæða í kosningum, verði virt í bananalýðveldinu.


Frétt á vísi.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home