M-ál-efnafátækt !
Enn berst mér áróðurspóstur frá Álrisanum Álgrími. Nú fylgdi mynddiskur öllum glansbæklingunum. 11 mínútna löng áróðursmynd sem ætlað er að sannfæra mig um að hið stórkostlega álver í Straumsvík sé næstum gjöf frá Guði til Hafnfirðinga. Ekkert minna en heimsmet "í því að menga ekki" svo vitnað sé í siðblindan leiguliðann sem dubbaður er upp til að flytja boðskapinn. Tölvugrafík í þrí-vídd á svo að slá ryki (væntanlega þó frekar litlu svif-ryki) í augu allra sem á horfa og sýna fram á hve óviðjafnanlega fallegt þetta stækkaða álver mun verða í landslaginu. Reyndar er tíundað í lesnum texta, og minnst á í beinni ræðu forstjórans, að stækkunin sé alls ekki eins mikil og andstæðingarnir hafa reynt að plata fólk til að trúa. Þó um sé að ræða þreföldun frá núverandi stærð muni húsakostur aðeins stækka um 80% og lóðin eitthvað minna. Já, hvað er þetta eiginlega með ykkur? Skiljið'i ekki svona einfalda útreikninga. Álverið er alls ekki að stækka neitt verulega og mengun mun að öllum líkindum minnka, ef ekki bara hverfa alfarið. Það verður dásamlegt og hreint, tilvalin móttaka fyrir ferðamenn sem aka Reykjanesbrautina frá flugvellinum í leit að "Iceland, the unspoiled land"!
Fyrir rúmri hálfri öld komst fasískt, siðlaus og firrt klíka til valda í Evrópu. Þessi klíka traðkaði á skítugum skónum (öllu heldur; gljáðum leðurstígvélunum) yfir lönd og þjóðir og hafði að engu skoðanir, réttindi og líf þeirra sem tróðust undir. Eitt helsta vopn þessarar klíku í upphafi ferilsins var útspekúleruð áróðurstækni og vann fjöldi sérfræðinga við það eitt að meitla skilaboðin til að sem flestir létu glepjast. Og það tókst! Adolf hrifsaði ekki til sín völdin, hann var kosinn af óttaslegnum og leiðitömum lýðnum sem kallaði sig Þjóðverja og hafði kokgleypt frasana sem Göbbels og hans attaníossar höfðu matreitt. Allir þekkja framhaldið og eftirmálana, eða ættu að gera það svo ekki sannist orð Foringjans; "lýðurinn er heimskur og gleyminn"! Það sem gerðist í Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar má aldrei nokkurn tíma falla í gleymsku. Sú skylda hvílir á herðum okkar að sýna fram á einhvern aukinn þroska og láta aldrei aftur glepjast af órökstuddum áróðri sem settur er fram sem fullgildur sannleikur. Þeir sem hafa lesið skáldsögu Orwells, 1984, eða séð bíómyndina með John Hurt í aðalhlutverkinu, geta borið saman raunveruleikann og skáldskapinn og það hvernig valdaklíkur hafa alltaf hagrætt sannleikanum sér í vil. Jafnvel búið til nýjan sannleika ef sá gamli þykir ekki nógu góður.
Auðvaldsklíkan sem á og rekur álbræðsluna í Straumsvík heldur að hún geti unnið hug og hjörtu Hafnfirðinga og landsmanna allra með sykurhúðuðum þrí-víddar teikningum af hinni dásamlegu nýju verksmiðju. Með passamyndum af glaðlegum og fullnægðum starfsmönnum fyrirtækisins sem auðvitað munu allir missa vinnuna ef "við hin" leyfum ekki stækkunina. Með óforskömmuðum lygum um mengunarvarnir og útblástur eitraðra lofttegunda. Með bulli um að andstaðan við þessa framkvæmd sé byggð á vanþekkingu og skorti á upplýsingum. Með því að valta yfir íbúa Hafnarfjarðar með síendurteknum og útspekúleruðum lyga-áróðri að hætti Nasistanna sem tókst að blekkja Þjóðverja, og marga fleiri, í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Með ógeðslegri áróðursmynd sem falin er í búningi heimildamyndar og minnir mest á "heimildamyndina" sem ríkistjórnin lét framleiða fyrir sig og átti að sýna fegurð og hlýju helvítisins sem var upptökuheimilið í Breiðuvík.
Hafnfirðingar! Látið ekki glepjast af áróðrinum. Kynnið ykkur m-ál-ið og leitið upplýsinga og svara við spurningum ykkar á sem flestum stöðum.
Veljið með framtíð Hafnarfjarðar og landsins alls í huga en ekki af barnalegu þakklæti fyrir alla peningana sem bærinn hefur fengið í sinn hlut í gegnum tíðina. Þeir voru ekki gjöf frá álbræðslunni heldur greiðsla fyrir aðstöðu og veitta þjónustu og vísast mun álbræðslan starfa áfram í óbreyttri mynd, ef ekki undir stjórn núverandi eigenda þá einhverra þeirra mörgu auðhringa annarra sem ásælast álbræðslu á Íslandi. Greiðið atkvæði í komandi kosningu um stækkun bræðslunnar með það í huga hverju þið ætlið að svara börnum ykkar og barnabörnum þegar þið verðið spurð; "hvernig datt ykkur í hug að leyfa þetta?".
Gerið ekkert sem þið gætuð þurft að skammast ykkar fyrir seinna.
Verum ekki "heimski og gleymni lýðurinn" þeirra Adolfs og Josephs heldur upplýst og meðvituð þjóð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þjóð sem hefur enn allt til að bera að vera leiðandi í þeirri hugarfarsbreytingu sem skipta mun sköpum fyrir allt líf á jörðinni á komandi áratugum.
Fyrir rúmri hálfri öld komst fasískt, siðlaus og firrt klíka til valda í Evrópu. Þessi klíka traðkaði á skítugum skónum (öllu heldur; gljáðum leðurstígvélunum) yfir lönd og þjóðir og hafði að engu skoðanir, réttindi og líf þeirra sem tróðust undir. Eitt helsta vopn þessarar klíku í upphafi ferilsins var útspekúleruð áróðurstækni og vann fjöldi sérfræðinga við það eitt að meitla skilaboðin til að sem flestir létu glepjast. Og það tókst! Adolf hrifsaði ekki til sín völdin, hann var kosinn af óttaslegnum og leiðitömum lýðnum sem kallaði sig Þjóðverja og hafði kokgleypt frasana sem Göbbels og hans attaníossar höfðu matreitt. Allir þekkja framhaldið og eftirmálana, eða ættu að gera það svo ekki sannist orð Foringjans; "lýðurinn er heimskur og gleyminn"! Það sem gerðist í Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar má aldrei nokkurn tíma falla í gleymsku. Sú skylda hvílir á herðum okkar að sýna fram á einhvern aukinn þroska og láta aldrei aftur glepjast af órökstuddum áróðri sem settur er fram sem fullgildur sannleikur. Þeir sem hafa lesið skáldsögu Orwells, 1984, eða séð bíómyndina með John Hurt í aðalhlutverkinu, geta borið saman raunveruleikann og skáldskapinn og það hvernig valdaklíkur hafa alltaf hagrætt sannleikanum sér í vil. Jafnvel búið til nýjan sannleika ef sá gamli þykir ekki nógu góður.
Auðvaldsklíkan sem á og rekur álbræðsluna í Straumsvík heldur að hún geti unnið hug og hjörtu Hafnfirðinga og landsmanna allra með sykurhúðuðum þrí-víddar teikningum af hinni dásamlegu nýju verksmiðju. Með passamyndum af glaðlegum og fullnægðum starfsmönnum fyrirtækisins sem auðvitað munu allir missa vinnuna ef "við hin" leyfum ekki stækkunina. Með óforskömmuðum lygum um mengunarvarnir og útblástur eitraðra lofttegunda. Með bulli um að andstaðan við þessa framkvæmd sé byggð á vanþekkingu og skorti á upplýsingum. Með því að valta yfir íbúa Hafnarfjarðar með síendurteknum og útspekúleruðum lyga-áróðri að hætti Nasistanna sem tókst að blekkja Þjóðverja, og marga fleiri, í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Með ógeðslegri áróðursmynd sem falin er í búningi heimildamyndar og minnir mest á "heimildamyndina" sem ríkistjórnin lét framleiða fyrir sig og átti að sýna fegurð og hlýju helvítisins sem var upptökuheimilið í Breiðuvík.
Hafnfirðingar! Látið ekki glepjast af áróðrinum. Kynnið ykkur m-ál-ið og leitið upplýsinga og svara við spurningum ykkar á sem flestum stöðum.
Veljið með framtíð Hafnarfjarðar og landsins alls í huga en ekki af barnalegu þakklæti fyrir alla peningana sem bærinn hefur fengið í sinn hlut í gegnum tíðina. Þeir voru ekki gjöf frá álbræðslunni heldur greiðsla fyrir aðstöðu og veitta þjónustu og vísast mun álbræðslan starfa áfram í óbreyttri mynd, ef ekki undir stjórn núverandi eigenda þá einhverra þeirra mörgu auðhringa annarra sem ásælast álbræðslu á Íslandi. Greiðið atkvæði í komandi kosningu um stækkun bræðslunnar með það í huga hverju þið ætlið að svara börnum ykkar og barnabörnum þegar þið verðið spurð; "hvernig datt ykkur í hug að leyfa þetta?".
Gerið ekkert sem þið gætuð þurft að skammast ykkar fyrir seinna.
Verum ekki "heimski og gleymni lýðurinn" þeirra Adolfs og Josephs heldur upplýst og meðvituð þjóð í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Þjóð sem hefur enn allt til að bera að vera leiðandi í þeirri hugarfarsbreytingu sem skipta mun sköpum fyrir allt líf á jörðinni á komandi áratugum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home