Thursday, March 22, 2007

Siðareglur og mennirnir sem fara eftir þeim !












Jón Steinar er lengst til vinstri, við hliðina á ónefndum.

Ummæli Jóns Steinars um siðareglur lögmanna og hvernig hann telur ekki að hann hafi brotið þær reglur þegar hann tók að sér mál gegn Jóni Ásgeiri þó hann væri í reynd enn að vinna að máli fyrir Ingibjörgu S. Pálmadóttur hafa vakið mig til umhugsunar.

Fyrir nokkrum árum keyptum við hjónaleysin íbúð af konu hér í mínum heimabæ. Hún leyndi göllum og skemmdum fyrir okkur og ekki liðu nema nokkrir dagar frá því við fluttum inn, þar til við vöktum athygli á þessum atriðum. Í hroka sínum og frekju taldi seljandi sig á engan hátt ábyrgan þó augljóslega hefði hún átt að segja frá jafn mikilvægum hlutum sem þessum. Fasteignasalinn óheiðarlegi fór undan í flæmingi og þóttist ekkert vita af göllunum þó skrifað stæði að hann hefði skoðað íbúðina alla. Við vorum því tilneydd að leita til lögmanns eftir aðstoð því þarna voru miklir peningar í húfi. Sá fróði maður ráðlagði okkur að halda eftir síðustu afborgun til tryggingar kostnaði sem þessar skemmdir útheimtu og það gerðum við. Þá féll allur ketill í eld og sú siðblinda fór á límingunum. Þegar okkur hafði verið birt stefna töluðum við aftur við lögmanninn sem hafði ráðlagt okkur svo vel en þá vildi hann ekkert við okkur tala. Í millitíðinni hafði nefnilega komið í ljós að sú siðblinda hafði látið innheimta fyrir sig skuld einhvejum árum áður og það hafði annast lögmaður sem starfaði á sömu stofu og okkar ráðgjafi. Ekki var um að ræða sama lögmann heldur annan sem starfaði á sömu stofu. Annaðhvort var okkar maður svona ragur eða hann var svona heiðarlegur að hann gat með engu móti hugsað sér að halda áfram með okkar mál fyrst svo var í pottinn búið. Skemmst er frá að segja að hinn lögmaðurinn, fullkomlega siðlaus lygalaupur líkt og sá sem nefndur var hér í upphafi, fór í verkið af fullri hörku og við, sem vorum fórnarlömb í þessu máli, töpuðum því og sátum uppi með skemmdirnar, greiðslu afborguninnar, vexti og allan kostnað af málarekstrinum. Ráðgjafi okkar starfar enn sem lögmaður á sömu stofu, sjálfsagt gefandi góð ráð fólki sem til hans leitar.

Jóni Steinari þykir, af yfirlýsingum hans sjálfs að dæma, ekki athugunarvert að hann hafi tekið að sér mál Sullubergs gegn Jóni Ásgeiri á sama tíma og hann var að vinna í málum fyrir Ingibjörgu, sem er stór hluthafi í Baugi og kona Jóns Ásgeirs, og fyrir systur hennar reyndar líka.
En froðusnakkurinn starfar ekki lengur sem lögmaður heldur er hann nú dómari við æðsta dómstól landsins.
Og enginn þorir að segja neitt um það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home