LADDI 6-TUGUR
Borgarleikhúsið - stóra sviðið
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, varð sextugur á dögunum. Hann fagnar jafnframt 40 ára ferli sem tónlistarmaður, leikari og grínisti. Í tilefni af afmælinu, hefur verið ákveðið að slá upp grínsýningu með Ladda, gestum og hljómsveit.
Auk Ladda muni allir helstu góðkunningjar Ladda líta við og láta ljós sitt skína, þar á meðal Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli Rafvirki, Elsa Lund, Þórður húsvörður, Jón Spæjó og Magnús bóndi.
Verður sýningin frumsýnd 17. febrúar.
Höfundar: Þórhallur Sigurðsson og Gísli Rúnar Jónsson
Sviðsetning: Björn Björnsson
Hljómsveitarstjóri: Hjörtur Howser
Aukasýningar
Í kjölfar tilkynningar um að setja ætti upp grínsýninguna LADDI 6- TUGUR í Borgarleikhúsinu rigndi inn fyrirspurnum frá fólki um allt land varðandi það hvernig maður tryggi sér miða. Ákveðið var að opna einfaldlega fyrir miðasöluna til að geta sinnt öllu þessu fólki strax, án þess að tilkynna sérstaklega um það, hvað þá auglýsa. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin hafa verið ótrúleg og miðarnir rokið út. Nú hefur verið bætt við aukasýningum á Ladda og það borgar sig að hafa hraðann á ef þið viljið tryggja ykkur miða. Aukasýningarnar eru: laugardaginn 24. febrúar kl. 22:30, laugardaginn 3.mars kl. 22:30 og laugardaginn 24. mars kl. 22:30.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home