Thursday, January 18, 2007

Erum "við" heyrnarlaus ?

Kennari, sem kennt hefur heyrnarskertum um nokkurt skeið, kom fram í fjölmiðlum og tjáði sig um nýlegar fréttir um misnotkun heyrnarlausra barna. Þar viðurkenndi hún að lengstum framan af hafi þeir sem sáu um og báru ábyrgð á börnunum einfaldlega ekki skilið þau vegna þess að táknmálskunnátta var engin. Semsagt; þegar börnin komu til kennara sinna eða leiðbeinenda til að láta vita um hryllinginn, var enginn sem skildi hvað þau voru að reyna að tjá sig um.

Þetta er eitthvert svakalegasta dæmi sem ég hef heyrt um algeran vanmátt kerfisins.

Og enn svakalegra þykir mér að þorri almennings lætur eins og hann hafi ekki heyrt fréttirnar, lætur sig þetta engu varða.

Það er engu líkara en við séum orðin ónæm fyrir fréttum, hversu svakalegar sem þær kunna að vera.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home