Meira um (m)álið !
Var að fá ruslpóstsskammtinn inn um lúguna og nú blasir desperasjónin við. Baksíða blaðs Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er auglýsing um hina árlegu flugelda (kynningar) sýningu sveitarinnar undir fyrirsögninni "Forskot á flugelda sæluna".
Svo segir: "Alcan á Íslandi og Björgunarsveit Hafnarfjarðar bjóða Hafnfirðingum og nágrönnum til flugeldasýningar sem gefur hraustlega tóninn fyrir gamlárskvöldið".
Einhver skrifaði fyrir margt löngu: lýðurinn er heimskur og gleyminn. Það kann að vera rétt en halda forsvarsmenn og áróðursmeistarar álversins virkilega að Hafnfirðingar séu svo grunnir að það nægi að ausa þá gjöfum í nokkrar vikur til að þeir samþykki stækkun þá sem fyrirhuguð er með allri menguninni sem því mun fylgja og öllum verkalýðsóréttinum sem þegar er orðið vart við ?
Og heldur bæjarstjóri virkilega enn að samtök þeirra sem eru mótfallnir stækkun standi jafnfætis álrisanum sem virðist hafa ótæmandi sjóði í að sækja áróðri sínum til stuðnings ?
Nú þurfa Hafnfirðingar, bæði þeir sem hafa alið allan sinn aldur í bænum og hinir sem fluttu í hverfið í fyrradag, að snúa bökum saman gegn áróðursvélinni. Framtíð bæjarins er að veði.
Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir heimsóknirnar hingað á síðuna.
Svo segir: "Alcan á Íslandi og Björgunarsveit Hafnarfjarðar bjóða Hafnfirðingum og nágrönnum til flugeldasýningar sem gefur hraustlega tóninn fyrir gamlárskvöldið".
Einhver skrifaði fyrir margt löngu: lýðurinn er heimskur og gleyminn. Það kann að vera rétt en halda forsvarsmenn og áróðursmeistarar álversins virkilega að Hafnfirðingar séu svo grunnir að það nægi að ausa þá gjöfum í nokkrar vikur til að þeir samþykki stækkun þá sem fyrirhuguð er með allri menguninni sem því mun fylgja og öllum verkalýðsóréttinum sem þegar er orðið vart við ?
Og heldur bæjarstjóri virkilega enn að samtök þeirra sem eru mótfallnir stækkun standi jafnfætis álrisanum sem virðist hafa ótæmandi sjóði í að sækja áróðri sínum til stuðnings ?
Nú þurfa Hafnfirðingar, bæði þeir sem hafa alið allan sinn aldur í bænum og hinir sem fluttu í hverfið í fyrradag, að snúa bökum saman gegn áróðursvélinni. Framtíð bæjarins er að veði.
Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir heimsóknirnar hingað á síðuna.
2 Comments:
Heyr, heyr! Ég held að þeir séu að skjóta sig í fótinn með þessu. Ekkert er eins ósexí og svona blatant desperasjón. Og linkaðu nú á Sól í Straumi ef við erum bræður þessari baráttu! - Já, og gleðilegt ár og takk fyrir alla afþreyinguna á því sem er að líða.
ISAL ætla að borga burðargjaldið undir skilaða diska, nú ættu allir að fara með sinn disk niður á "pósthús" og senda hann til föðurhúsanna.
Post a Comment
<< Home