Tuesday, December 19, 2006

Nú ..... ekki rekinn ???

Hið breska BBC, ríkisútvarpið þar í landi, hefur ávallt varðað leiðina fyrir svipuð fyrirbæri í okkar heimshluta. Hvernig BBC tekur á málum sem upp koma er ríkisútvörpum annarra vestrænna ríkja gjarnan fyrirmynd, þó sumir kunni að virða að vettugi áralanga reynslu þeirra og úrlausnir.

Fyrir skemmstu kom upp þrálátt og þekkt vandamál hjá BBC. Staða sem hefur að líkindum komið upp í svipaðri mynd hjá flestöllum þeim sem stunda útvarps-eða sjónvarpsrekstur. Bretarnir leysa sín mál með eilítið öðrum hætti en við hér á Fróni. Hjá Bretum rista hugtök eins og tryggð (loyality), trúnaður (trust) og heiður (honor) miklu dýpra en hjá okkur. Þar í landi geta dagskrárgerðarmenn reitt sig á að stjórnendur stöðvarinnar sem þeir starfa hjá standi þétt að baki þeim þegar kverúlantar og jaðarfólk þyrla upp moldviðri og stormum í vatnsglösum.









Jeremy Clarkson missti út úr sér lélegan brandara, brandara sem sennilega er sagður oft á dag, daglega um heim allan. Brandarar af þessari sort eiga ekkert erindi í ríkisútvarpið og vegna þess fékk Clarkson áminningu.

Hann var ekki rekinn fyrir skoðanir sínar, ekki rekinn fyrir að hafa veizt að ákveðnum hópi þjóðfélagsþegna og ekki rekinn fyrir sinn mistæka húmor. (Reyndar hefur hann ágætan húmor þó kaldhæðnin leiði hann stundum í ógöngur).

Hann var áminntur réttilega og framvegis birtir BBC einskonar viðvörum til minnipokamanna sem geta sífellt fundið eitthvað til að pirra sig á.

Þannig leysir breska ríkisútvarpið sín mál.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Tíhí!

Ég veit hvað þú ert að fara, tíhí!

Svo óska ég þér gleðilegra jóla, minn kæri, þakkir fyrir ágæta viðkynningu á árinu og örstutta stund sem við áttum saman í sniglabandsþætti í sumar.

12/20/2006 12:09 PM  

Post a Comment

<< Home