Saturday, November 11, 2006

Af hverju ekki ?


Ef sonur minn hefði verið drepinn í árás á landið okkar myndi ég ekki vilja að sendiherra árásarþjóðarinnar yrði boðinn velkominn í kurteisisheimsókn nokkrum dögum eftir morðið.
Af hverju getum við ekki séð að árás á eina þjóð er í raun árás á allar ? Af hverju slítum við ekki stjórnmálasambandi við Ísrael til að undirstrika viðbjóð okkar á barnamorðunum sem framin voru í bænum Beit Hanoun á Gaza ?
Er það svo að barnamorð snertir okkur ekki ef það er framið hinumegin á hnettinum ?
Nú þurfa Íslendingar að skoða hug sinn alvarlega.

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

NÁÁKVÆMLEGA!

og Bandaríkjamenn beita neitunarvaldi hjá Sameinuðu þjóðunum til að þetta verði ekki fordæmt.

hvað er eiginlega að?

11/11/2006 11:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bandaríkjamenn beita alltaf neitunarvaldi á allt sem eitthvað vit er í.

Þetta er allt saman hinn mesti viðbjóður. En utanríkisráðherran okkar hefur örugglega ekki skilið um hvað málið snerist, hún hefur það sér til varnar.

11/12/2006 9:41 PM  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Nei, sennilega hefur ,,jeppagengiskellingin" ekki alveg skilið þetta. Hún er nú bara með gagnfræðapróf, greyið... Væri ekki gustuk að leyfa henni að gera eitthvað annað?

11/15/2006 1:38 AM  
Blogger Elísabet said...

það er nákvæmlega svona sem maður fyrst skilur illskuna, þ.e. mundi maður vilja senda sín eigin börn í stríð? NEI ALDREI!

og árás á börn, hvar sem þau búa í heiminum, er ALDREI réttlætanleg. það er voða lítil bót í því fólgin að koma með afsakanir um "tæknileg mistök" eins og Ísraelski sendiherrann orðaði það (vinsæll frasi um þessar mundir)

minnir mig á þekkt ljóð sem heitir slysaskot í Palestínu...

11/18/2006 4:59 PM  

Post a Comment

<< Home