Dæmi
Ég sló fram spurningu í pistli um þann góða dreng Fox hér um daginn og hef verið beðinn að nefna dæmi máli mínu til stuðnings, hér kemur það.
Í Kastljósi 06.11 beitti félagsmálaráðherra afbrigði af Argumentum Ad Hominem röksemdarfærslu þegar hann, í umræðu um taumlaust flæði erlends vinnuafls til landsins og ófremdarástands sem blasir við eða er þegar farið að gera vart við sig, sagði stanslaust; nei nei nei Magnús minn þú mátt ekki segja þetta og þú mátt ekki segja hitt, þú ert ómálefnalegur og ég ætla að biðja þig að tala ekki í þessum upphrópunarstíl og þú og þú og þú og þú ..... í stað þess að ræða af einhverri alvöru það grafalvarlega mál sem Magnús Þór hafði kjark til að vekja athygli á. (Ráðherrann fórnaði meir að segja höndum þegar Magnús sagði að þeir þingmenn og ráðherrar sem samþykktu opnun gáttarinnar ættu að skammast sín).
Við þurfum ekki að leita langt útfyrir okkar nánasta umhverfi til að sjá verstu afleiðingar þess þegar fólk af gjörólíkum uppruna og frá framandi menningarsvæðum streymir í massavís inn í lítil samfélög sem ekki eru undir slíkt búin (í okkar tilfelli yfir 5000 manns frá því gáttin var opnuð). Frændur okkar í Skandinavíu eru enn að bíta úr nálinni fyrir linkind í svipuðum málum fyrir tveimur til þremur áratugum síðan. Þeim til afsökunar má reyndar segja að margt af því fólki sem streymdi til þeirra var að flýja stríð og ofsóknir en ekki atvinnuleysi og skort eins og margir af "okkar" útlendingum.
En það stakk mjög að sjálfur ráðherrann skyldi ekki einu sinni reyna að ræða "málið" heldur nota nær allan spjalltímann til að reyna að gera persónu Magnúsar Þórs minni og ótruverðuga.
Það tóks honum ekki og Magnús Þór er maður að meiri fyrir að halda sig við málefnið.
Ræðum málin - ekki mennina sem vekja umræðuna !
Í Kastljósi 06.11 beitti félagsmálaráðherra afbrigði af Argumentum Ad Hominem röksemdarfærslu þegar hann, í umræðu um taumlaust flæði erlends vinnuafls til landsins og ófremdarástands sem blasir við eða er þegar farið að gera vart við sig, sagði stanslaust; nei nei nei Magnús minn þú mátt ekki segja þetta og þú mátt ekki segja hitt, þú ert ómálefnalegur og ég ætla að biðja þig að tala ekki í þessum upphrópunarstíl og þú og þú og þú og þú ..... í stað þess að ræða af einhverri alvöru það grafalvarlega mál sem Magnús Þór hafði kjark til að vekja athygli á. (Ráðherrann fórnaði meir að segja höndum þegar Magnús sagði að þeir þingmenn og ráðherrar sem samþykktu opnun gáttarinnar ættu að skammast sín).
Við þurfum ekki að leita langt útfyrir okkar nánasta umhverfi til að sjá verstu afleiðingar þess þegar fólk af gjörólíkum uppruna og frá framandi menningarsvæðum streymir í massavís inn í lítil samfélög sem ekki eru undir slíkt búin (í okkar tilfelli yfir 5000 manns frá því gáttin var opnuð). Frændur okkar í Skandinavíu eru enn að bíta úr nálinni fyrir linkind í svipuðum málum fyrir tveimur til þremur áratugum síðan. Þeim til afsökunar má reyndar segja að margt af því fólki sem streymdi til þeirra var að flýja stríð og ofsóknir en ekki atvinnuleysi og skort eins og margir af "okkar" útlendingum.
En það stakk mjög að sjálfur ráðherrann skyldi ekki einu sinni reyna að ræða "málið" heldur nota nær allan spjalltímann til að reyna að gera persónu Magnúsar Þórs minni og ótruverðuga.
Það tóks honum ekki og Magnús Þór er maður að meiri fyrir að halda sig við málefnið.
Ræðum málin - ekki mennina sem vekja umræðuna !
12 Comments:
Er Howser nafnið alíslenskt? Það væri gaman að vita hvernig það hafi borist hingað til lands.Ekki þó með skítugum innflytjendum! Frá Útlöndum???
Nei sveiattan, nú krefjumst við þess að Howser verði sendur til síns heima því hann gæti verið að hafa vinnu af okkur Íslendingum....
Svipað og Möller, Schram, Thorvaldsen og flr. þá er Howser nafnið komið frá Evrópu upprunalega og það var hvítt fólk af germönskum uppruna sem bar það hingað til lands. Móðurættina rek ég hinsvegar til Eingeyjar, Kjalarness og lengra aftur til Kirkjubæjar í gegnum ömmu mína og til Vestfjarða á höfðingjasetrið Haga á Barðarströnd og alla leið aftur til Þorsteins Ingólfssonar, Arnarsonar í gegnum afa minn .
Anononymous er hinsvegar nafn sem ég tel víst að sé ekki íslenskt og engum til sóma sem það ber.
Það er einmitt þetta hugarfar sem er svo skaðlegt umræðunni, þegar heimskir menn lítilla sanda og lítilla sæva geta ekki horft á málin í stóru samhengi heldur aðeins útfrá sínum eigin fordómum og þrönga sjóndeildarhring.
Gott að fá þetta comment frá þér, Anonymous, svona eins og til að staðfesta það sem ég var að vekja athygli á í pistlinum. Pistillinn var nefnilega ekki um innflytjendur, hvorki skítuga né hreina, heldur um þá áráttu manna að kúka á málflytjendur í stað þess að ræða þau mál sem full ástæða er til að ræða.
Og þér til enn frekari upplýsinga þá er ég fæddur á Sólvangi í Hafnarfirði og tilheyri stoltur síðustu kynslóð innfæddra Gaflara. Og hef búið í Hafnarfirði nær alla mína ævi, svona ef senda þyrfti mig til míns heima.
Já, ég er eiginlega mest hræddur við hvert umræðan er að fara. Pólitíski rétttrúnaðurinn étur börnin sín.
Þannig að niðurstaðan er sú að ef útlendingarnir eru hvítir þá eru þeir velkomnir, annars verði þeir aldrei góðir og gegnir Hafnfirðingar?
Ég er þér sammála með að "anonymus" sé hvorki fallegt né þjóðlegt nafn en finst ég þvi miður knúinn til þess að nota það núna, eins og þegar við ræddum um álagningu á vín á veitingahúsum hér forðum daga. Hef því breytt því í nafnlaus til að það falli betur að íslensku beygingarkerfi.
Nafnlaus er betra, satt er það. Enn kýstu þó að lesa úr orðum mínum það sem hentar hverju sinni. Ef þú lest aftur, og nú hægt og rólega, sérðu að það var hvítt fólk af germönskum uppruna sem bar upptöldu eftirnöfnin hingað til lands frá Evrópu og svipað var með Howser. S.s. enginn dómur um það hverjir séu velkomnir og heldur ekki hvort að hörundsdökkir einstaklingar geti orðið góðir og gegnir Hafnfirðingar.
Allir sem leggja sig fram geta orðið það og við eigum marga Hafnfirðinga af erlendu bergi brotna sem bæði eru góðir og gegnir og vonandi í hugum flestra líka hjartanlega velkomnir.
Enn og aftur, umræðan þarf að snúast um hvort og þá hvernig íslenskt samfélag er undir það búið að taka á móti stórum hópum fólks í atvinnuleit. Magnús Þór mun sjálfsagt verða hengdur, eins og bakarinn forðum fyrir smiðinn, fyrir það að vekja máls á þeirri staðreynd að þingheimur allur samþykkti að opna flóðgáttir en gleymdi fullkomlega að einhverjar ráðstafanir þyrfti að gera til að fólkið sem um ræðir, bæði þeir sem koma og eins þeir sem fyrir eru, haldi grunnréttindum sínum. Áunnum vinnuréttindum svosem launum og þ.h. og svo sjálfsvirðingu þeirri sem felst í því að tala skammlaust tungumál þeirrar þjóðar sem viðkomandi kýs að búa með. Félagsleg einangrun og mismunum á grundvelli tungumáls, launa eða stöðu og starfs er nefnilega alveg jafn viðbjóðslegt fyrirbæri eins og sú mismunun sem menn sæta á grunni húðlitar, trúarbragða, kynferðis eða kynhneigðar.
Í okkar ágæta samfélagi er víða pottur brotinn í þessum málum og þeir sem voga sér að tala um það opinberlega eru, eðli fordóma samkvæmt, fordæmdir. Ekki er við öðru að búast.
Afskaplega eru menn viðkvæmir fyrir umræðunni um útlendinga hér á landi. Menn mega ekki einu sinni vera ósammála, þá eru þeir úthrópaðir sem rasistar. Auðvitað á að stemma stigu við innflutningi fólks til landsins, skiptir þá engu hvaðan það kemur eða hvernig það er á litinn, en lágmarkskröfur eiga þó að vera að þetta fólk sé tilbúið til að aðlagast okkar menningu, okkar lifnaðarháttum og fyrst og fremst að kunna tungumálið áður en það fær ríkisborgararétt. Set kannski ekki kröfur um tungumálakunnáttuna á þá sem hingað koma eingöngu til að starfa í stuttan tíma.
Fyrst að Magnúsi og co er þetta svona mikið hjartans mál af hverju í fjandanum ætli þeir séu ekki að gera eitthvað í því að bæta aðstöðu okkar til þess að taka á móti fólki? Ótrúlegt að þingmenn sem eiga að teljast ábyrgir einstaklingar skuli vera að ryðja í gang rasisma og fordómum. Ég hef ekki enn orðið vör við að þeir hafi rætt þörfina fyrir bætta íslenskukennslu, stuðning við börn sem eru að byrja skólagöngu á Íslandi osfrv osfrv. Auk þess er alveg út í hött að ræða áhrif innflytjanda á launaþróun.... hlýtur að vera verkalýðsforystunnar og okkar launþega að passa upp á þau mál. Varla er eðlilegt að það bitni á fólki sem vill koma hér og vinna að launagreiðendur eru skíthælar
Að koma upp um fordóma sína og mannfyrirlitningu krefst ekki kjarks Hjörtur... fáfræði og heimska er nóg
"Að koma upp um fordóma sína og mannfyrirlitningu krefst ekki kjarks Hjörtur... fáfræði og heimska er nóg"
En að hrinda af stað umræðu um viðkvæm og vandmeðfarin málefni, vitandi sem er að fáfræðingar og heimskingjar munu ekki nota tækifærið og ræða MÁLIÐ heldur ata viðkomandi málshefjanda auri, krefst það kjarks eða er fáfræði og heimska líka nóg þar ?
Það má vera að hægt sé að lesa einhverja fordóma milli lína í málflutningi Magnúsar Þórs eins og reyndar virðist vera hægt að gera með flesta sem kjósa að hafa skoðun og tjá hana opinberlega. En hitt stendur óhaggað að flóðgáttin var opnuð með, samþykki Alþingis, án þess að gerðar væru ráðstafanir til að tryggja fólkinu sem í hlut á grundvallarmannréttindi.
Ég hef búið í "innvandrara" gettóum, bæði vestan hafs og austan og ég álít það ekki fordóma og mannfyrirlitningu að vilja stíga varlega til jarðar og vernda það samfélag sem foreldrar og forfeður okkar lögðu mikla vinnu á sig til að byggja upp. Tannlaus og kjarklítil verkalýðsforysta mun ekkert gera fyrir innflytjendur frekar en þá sem hér búa þegar og hafa treyst á hana til þessa.
Mestu fordómarnir í allri þessari umræðu eru að vilja alls ekki ræða þau vandamál sem kunna að fylgja óheftu flæði verkafólks til landsins.
Íslenskukennsla, launamál, búseta og áunnin réttindi ýmiskonar eru mál sem auðveldlega geta orðið VANDAmál ef við ætlum að "PollyAnna" okkur frá því að ræða þau, af því öll dýrin í skóginum eiga að vera svo obboðslega góðir vinir að það má ekki segja ljót orð eins og útlendingur eða innflytjandi, hvað þá orð eins og lágmarkslaun og tungumálakennsla.
Magnús Þór, á meðan hann heldur sig við málefnið, er maður að meiri fyrir að hafa vakið máls á þessu öllu saman.
Að segja annað eru hreinir og klárir fordómar, þeirra fáfróðu og heimsku, í hans garð.
Svo má ekki gleyma því jákvæða og augljósa að umræðan er farin í gang, þó hún sé í sumum tilfellum málefnasnauð.
Kv.
HH..
Ef þessar félagar hefðu startað umræðu um lausnir fyrir fólk sem flytur til landsins fengju þeir klapp á öxlina frá mér...Ekki veitir af. Það virðist hafa gleymst að bjóða upp á aðferðir til að uppfylla kröfurnar sem eru gerðar til þeirra um tungumál, félagslega stöðu og fræðslu um menningu okkar yfir höfðu!!!
En þessi umræða snýst bara ekkert um það!! Hún snýst öll um "ryðjast til landsins" "lækka launataxta" "taka vinnu frá íslendingum" og síðast en ekki síst "Múslimasyni-og feður sem drepa systur/dætur sínar! Fæ ógeðishroll að hlusta á þetta! Svo til að kóróna allt saman á Guðjón pólska eiginkonu! Vona hennar vegna að lítið fari fyrir fordómum hans heima fyrir!
Einmitt ! Reynum að gera okkar til að færa umræðuna á "ögn hærra plan".
Það skiptir máli HVERNIG er vakið máls á einhverju umræðuefni. Því miður féllu Frjálslyndir á því prófi, þar sem þeir byrjuðu strax með hræðsluáróður, upphrópanir og fordóma, í stað þess að reyna að nálgast innflytjendamálin á málefnalegum nótum.
Það flokkast ekki undir kjark til að vera með upphrópanir og fordóma um múslima og fleiri hópa, eins og Frjálslyndir hafa gert sig seka um.
Hjörtur. Þið Magnús Þór eigið hrós skilið. Og aðrir sem halda ró sinni. Hitinn í fólki sýnir að það var kominn tími á þessa umræðu. Kv, Elín.
Post a Comment
<< Home