Monday, November 06, 2006

Saddam kallinn

Merkilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðamanna vestan hafs við dauðadómnum yfir Saddam kallinum Hussein. Sá Orwellíski hrollur sem fór um mig þegar ég áttaði mig á hve nánir bandamenn þeir höfðu verið á árum áður, Saddam og útverðir frelsis og lýðræðis í heiminum, varð að verulegum ónotum þegar taflinu var snúið við og fyrrum vinir voru allt í einu orðnir óalandi og óverjandi hyski. Ekki svo að skilja að ég mæli bót illverkum þeim sem unnin voru á valdatíma Saddams, þvert á móti, ég legg þau alfarið að jöfnu við ill verk annarra geðtæpra einræðisherra hvar sem er í heiminum. En að það skuli í alvöru vera hægt að tala lýðinn svo til að hann trúi blint að þessi eða hinn sé góður bandamaður í dag en réttdræpur harðstjóri á morgun þykir mér með miklum ólíkindum.
Orwell sagði fyrir um þessa hegðun ráðamanna og lýðs í sinni framsýnu bók 1984 og ég hélt ekki að ég myndi lifa að sjá þetta gerast í reynd.
"I was wrong, it's really happening - right before our eyes"....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkominn á fætur félagi! heimurinn sem við lifum í er svolítið í ætt við "matrix" kannski ekki alveg eins grafískur, en samt. Þú ættir að lesa bókina "falið vald" það var einhver skarpskyggn náungi sem skrifaði hana fyrir tæpum þrjátíu árum og það hér heima á klakanum. Ég sem skrifa þetta er náttúrulega talinn klikkaður af þorra manna en svo hefur einnig verið um marga aðra sem sáu ekki nýju fötin keisarans.

11/06/2006 8:49 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

"nýju fötin keisarans" eru svolítið "tabú" á þessari tilteknu síðu nú um stundir í ljósi atburða.
Það koma ekki öll kurl í einu, eins og einhver afbakaði, og hinir klikkuðu munu sjálfsagt fá uppreisn æru seinna og síðar meir.
Kv.
HH..

11/06/2006 9:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er hægt að lesa Falið Vald á netinu.
Höfundurinn sem heitir Jóhannes Björn heldur úti vefnum vald.org

11/07/2006 3:14 PM  

Post a Comment

<< Home