Friday, October 27, 2006

Árásir á Fox

Drulluháleistinn Rush Limbaugh rakkaði nýlega niður Michael J. Fox vegna þáttöku þess síðarnefnda í kynningarauglýsingu fyrir þingmann frá Missoura. Rush tekur stórt upp í sig og ásakar Fox um að hafa hætt á lyfjum þeim sem hann þarf að taka vegna Parkonsson veikinnar sem herjar á hann eða hreinlega að vera að leika og gera sér upp einkenni. Margt rætið og ljótt hefur hyskið hans Bush látið frá sér í gegnum tíðina en þessi drullusokkur Rush Limbaugh tekur skítapakkið í Washington niður á alveg nýjar lægðir. Að voga sér að níða persónulega, mann sem allir vita að er fársjúkur og gengur það eitt til að vilja rannsóknir sem gætu leitt til lækningar, er Ad Hominem aðferðin sem Kristilega hægra hyskið beitir gjarnan þegar koma þarf óorði á eitthvert málefni. "Kúkum á manninn þá er von til þess að almenningur gleymi málstaðnum". Kannast einhver við þessa strategíu úr pólitíkinni hér ?

Ég kvet ykkur til að kynna ykkur málið t.d. með því að fara á:
http://youtube.com/watch?v=a9WB_PXjTBo og einnig http://www.youtube.com/watch?v=7dn9odS3efE&NR og mynda ykkur svo ykkar eigin skoðun á skítakarakterum eins og Rush Limbaugh og því pakki sem heldur um strengina sem hann dansar í.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er frekar ómerkilega gert af Rush Limbaugh.
En mér finnst fréttamennirnir sem fjalla um málið ekki sérstaklega fagmannlegir.
Þeir byrja á því að fjalla um eiturlyfjafíkn Limbaughs og gera honum upp skoðanir að hann sé mögulega afbríðissamur vegna þess að MJF fái ávísuð lyf frá lækninum sínum en hann ekki. Kommon!!

10/28/2006 11:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rush Limbaugh hefur aðeins fengið tvær góðar hugmyndir á sinni annars ömurlegu ævi. Að byggja landamæravarnarvegg við jaðra Mexíkó(eins og Bush hyggst nú byggja) og ganga í Repúblikanaflokkinn.

11/01/2006 7:58 AM  

Post a Comment

<< Home