Friday, October 13, 2006

Ákvarðanataka !

Kolbrún Bergþórs skrifar ágætan pistil í það annars slaka blað, Blaðið, í dag. Enn falla vígin og nú er það sjálfur Háskólinn sem gerist sekur um ambögur. Nú taka menn ekki lengur ákvarðanir heldur gera ákvarðanatökur eftir ákvarðanatökuferlum með teknu tilliti til ákvarðanatökugildra, eins og Kolbrún hefur eftir vini sínum. Síðan skammar hún skólann og fjölmiðla fyrir að halda ekki vöku sinni og standa vörð um tunguna.
Íslenskan er fallegasta og merkilegasta tungumál veraldar og það er þjóðinni sem talar og skrifar þetta stórbrotna samskiptatæki til minnkunar að hún skuli ekki ala á væntumþykju og virðingu í garð þess sem framar öllu gerir okkur að þjóð.
Ég fagna skrifum Kolbrúnar, Davíðs Þórs og allra þeirra sem láta sig íslenskuna einhverju varða og trúi því staðfastlega að á meðan til er fólk sem elskar málið mun það ekki verða tískustraumum og hentistefnu að bráð.

Og það hlýtur að vera fleira í fréttum en nauðganir, nýbúavandi, vopnaskak og milljarðagróði jakkafatafyrirbura. Gerist í alvöru ekkert jákvætt og uppbyggjandi lengur eða þykir það bara ekki athyglisvert.
Er það öldrunareinkenni að láta neikvæðni og niðurrif fara í taugarnar á sér ?

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

- Íslenskuna-íslenskuna...

10/16/2006 7:09 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Þakka þér. Leiðréttist hér með.
Kv.
HH..

10/16/2006 9:48 PM  

Post a Comment

<< Home