Wednesday, October 04, 2006

Það og því - þessi og þessum

Maður sem klæddur er köflóttu vesti og situr við borð að spá í spil er sannarlega að spá "í því", þ.e. vestinu. Hann er hinsvegar að spá "í það" sem blasir við í spilunum.
Þegar krakkarnir segja "ég er að spá í því" eru þau í flestum tilfellum að meina "ég er að spá í það". Maður nefnilega spáir í "það" en pælir í "því". Megas sagði: "spáðu i MIG þá mun ég spá í ÞIG". Hann sagði ekki. "spáðu í MÉR þá mun ég spá í ÞÉR" !!!

Látum ekki "þróun" verða "hnignun". Vöndum okkur þegar við tölum fallegasta tungumál veraldar.
Ég var svona bara að spá í "ÞESSI" mál.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heyr!

10/04/2006 8:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hverjum langar til að pæla í þessu?
Ekki mér!


(Mátti til)

10/05/2006 8:22 AM  
Blogger Sprettur said...

Það ískrar í eyrunum á mér þegar fólk segir "oft Á tíðum" en ekki "oft OG tíðum".....t.a.m., "oft á tíðum eru konur kolvitlausar í skapinu"...viðkomandi veit bara ekki hversu rétt hann hefur fyrir sér þar ;)

10/05/2006 8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Líður að tíðum.

10/05/2006 12:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Íþróttafréttamenn er þekktir fyrir sérstæða málnotkun.
Undanfarin misseri hafa þeir hætt að segja: "Leiknum lauk með sigri X". Nú er alltaf sagt "Leiknum lyktaði svona eða hinsegin". Mér þykir þetta orðalag lykta öðruvísi svo vitnað sé í gamla sjónvarpsauglýsingu sem fólk á okkar aldri ætti að ráma í.
Maður segir "Lyktir leiksins urðu..." , ekki satt.

10/05/2006 1:40 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

"Tímans tennur tifa, hægt og hljótt", sagði stórskáldið.

10/05/2006 4:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eins finnst mér skelfilega leiðinlegt, þegar menn tala um að rústa einhverju. "Rústa þetta", "rústa þessu"... óþolandi.

10/06/2006 9:55 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Mundi, var það ekki Megas sem sagði "þegar mig langar mikið, þá langar MÉR"

Kv.
HH..

11/01/2006 2:31 PM  

Post a Comment

<< Home