Það og því - þessi og þessum
Maður sem klæddur er köflóttu vesti og situr við borð að spá í spil er sannarlega að spá "í því", þ.e. vestinu. Hann er hinsvegar að spá "í það" sem blasir við í spilunum.
Þegar krakkarnir segja "ég er að spá í því" eru þau í flestum tilfellum að meina "ég er að spá í það". Maður nefnilega spáir í "það" en pælir í "því". Megas sagði: "spáðu i MIG þá mun ég spá í ÞIG". Hann sagði ekki. "spáðu í MÉR þá mun ég spá í ÞÉR" !!!
Látum ekki "þróun" verða "hnignun". Vöndum okkur þegar við tölum fallegasta tungumál veraldar.
Ég var svona bara að spá í "ÞESSI" mál.
Þegar krakkarnir segja "ég er að spá í því" eru þau í flestum tilfellum að meina "ég er að spá í það". Maður nefnilega spáir í "það" en pælir í "því". Megas sagði: "spáðu i MIG þá mun ég spá í ÞIG". Hann sagði ekki. "spáðu í MÉR þá mun ég spá í ÞÉR" !!!
Látum ekki "þróun" verða "hnignun". Vöndum okkur þegar við tölum fallegasta tungumál veraldar.
Ég var svona bara að spá í "ÞESSI" mál.
8 Comments:
Heyr!
Hverjum langar til að pæla í þessu?
Ekki mér!
(Mátti til)
Það ískrar í eyrunum á mér þegar fólk segir "oft Á tíðum" en ekki "oft OG tíðum".....t.a.m., "oft á tíðum eru konur kolvitlausar í skapinu"...viðkomandi veit bara ekki hversu rétt hann hefur fyrir sér þar ;)
Líður að tíðum.
Íþróttafréttamenn er þekktir fyrir sérstæða málnotkun.
Undanfarin misseri hafa þeir hætt að segja: "Leiknum lauk með sigri X". Nú er alltaf sagt "Leiknum lyktaði svona eða hinsegin". Mér þykir þetta orðalag lykta öðruvísi svo vitnað sé í gamla sjónvarpsauglýsingu sem fólk á okkar aldri ætti að ráma í.
Maður segir "Lyktir leiksins urðu..." , ekki satt.
"Tímans tennur tifa, hægt og hljótt", sagði stórskáldið.
Eins finnst mér skelfilega leiðinlegt, þegar menn tala um að rústa einhverju. "Rústa þetta", "rústa þessu"... óþolandi.
Mundi, var það ekki Megas sem sagði "þegar mig langar mikið, þá langar MÉR"
Kv.
HH..
Post a Comment
<< Home