Sunday, October 01, 2006

Formúlan

Nokkur gullkorn úr síðustu tuttugu hringjunum í formúlunni:

Báðir þurfa þeir að sýna sjálfum sér þolinmæði !
Fisicella er kominn í rass ... ja .. afturendann á Alonso !
Eina sem hann þarf að gera er að koma á undan í mark ! (en ekki hvað?)
...nema hann sé að skekja hita í dekkin !

og svo endrum og sinnum; "búnað vera !"

"búnað vera miklar sviptingar"
"búnað vera að þorna"
"búnað vera dropar á brautinni"

Kommon gæs - jú kan dú better ðan ðat !!!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha,ha,ha,... þetta eru bara snillingar!

10/01/2006 7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég elska Formúluna en urra stundum yfir málfarinu. Hjá kynnunum er ökumaðurinn alltaf „að aka bíl“, hann er „að keyra vel“ og slíkt. Enginn ekur bíl eða keyrir vel ...
En þetta er fyndið, ég horfði með öðru í hádeginu í gær ... en missti áhugann og gleðina þegar fréttamaður RÚV sagði glaðhlakkalegur frá því í 10-fréttunum um morguninn að Schumacher hefði sigrað! Asninn! Fréttamaðurinn sko. Til hvers er þetta endursýnt ef gert er ráð fyrir að allir vakni upp um miðja nótt til að horfa?

10/02/2006 9:30 AM  

Post a Comment

<< Home