Hvað eru margar gæsir í hóp ?
Við félagarnir fórum á gæsaveiðar einu sinni. "-1-" sinni. Í þeim túr voru engar gæsir skotnar en þeim mun meira hlegið. Allt varð okkur að fyndni. Menn máttu ekki mismæla sig þá var hlegið að því í tuttugu mínútur og ekkert var heilagt. Nema mæður manna, þær voru að sjálfsögðu friðhelgar eins og góðir siðir mæla fyrir um.
Einn var nýkominn frá Evrópu, hafði dvalið nokkurn tíma þar og var ekki alveg búinn að finna taktinn í tungumálinu aftur. Það þótti fyndið. Hann spurði t.d., þegar hann vildi vita um gengi krónunnar gagnvart þýska markinu, "hvað eru margar krónur í hundraðkalli?". En fyndnast þótti þó þegar hann sá nokkrar gæsir fljúga í fjarska og vildi fá staðfestingu einhvers í hópnum á hve margar þær væru. Þá spurði hann hátt og snallt: "hvað eru margar gæsir í hóp?" og fékk svarið samstundis: "þær geta verið frá hundrað og niður í þrjár, ef þær eru færri en þrjár er það nefnilega ekki hópur!!!". Og enn var hlegið ...
Þessi ferð og skemmtun okkar félaga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las í Fréttablaðinu heimskulegustu frétt sem ég hef lesið þar lengi. Jakkafatafóstrið Ari Edwald, forstjóri 365, hefur málað sig út í horn með yfirlýsingum sínum um sjónvarpsstöðina NFS og framtíð hennar. Nú lýsir hann því yfir að koma muni til uppsagna um næstu mánaðarmót en að ekki verði um hópuppsagnir að ræða. Sá hluti yfirlýsingarinnar er reyndar eignaður trúnaðarmanni starfsmanna en á varla sinn uppruna í þeim ranni.
Í beinu framhaldi hljóta menn að spyrja eins og "gæsaskyttan" forðum; hvað eru margir gæsir í hóp; hve mörgum starfsmönnum má segja upp á einu bretti án þess að um sé að ræða hópuppsagnir?
Samkvæmt svarinu sem skyttan fékk er allt yfir "3" hópur! Ef færri en þrír starfsmenn fá uppsagnarbréf þá er sannarlega ekki um að ræða hópuppsagnir. Ef fleiri en þrír fá bréf um mánaðarmótin breytir engu hvað fóstrið segir, þá er um "hópuppsagnir" að ræða.
Allt tal um annað er yfirklór og skrúðmælgi til þess eins ætlað að slá ryki í augu þeirra sem hafa af trúnaði og miklum metnaði unnið að því að gera, í fyrsta sinn í sjónvarpssögu þjóðarinnar, alvöru fréttasjónvarp. Eins og "erlendis".
Og hana nú!
Einn var nýkominn frá Evrópu, hafði dvalið nokkurn tíma þar og var ekki alveg búinn að finna taktinn í tungumálinu aftur. Það þótti fyndið. Hann spurði t.d., þegar hann vildi vita um gengi krónunnar gagnvart þýska markinu, "hvað eru margar krónur í hundraðkalli?". En fyndnast þótti þó þegar hann sá nokkrar gæsir fljúga í fjarska og vildi fá staðfestingu einhvers í hópnum á hve margar þær væru. Þá spurði hann hátt og snallt: "hvað eru margar gæsir í hóp?" og fékk svarið samstundis: "þær geta verið frá hundrað og niður í þrjár, ef þær eru færri en þrjár er það nefnilega ekki hópur!!!". Og enn var hlegið ...
Þessi ferð og skemmtun okkar félaga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las í Fréttablaðinu heimskulegustu frétt sem ég hef lesið þar lengi. Jakkafatafóstrið Ari Edwald, forstjóri 365, hefur málað sig út í horn með yfirlýsingum sínum um sjónvarpsstöðina NFS og framtíð hennar. Nú lýsir hann því yfir að koma muni til uppsagna um næstu mánaðarmót en að ekki verði um hópuppsagnir að ræða. Sá hluti yfirlýsingarinnar er reyndar eignaður trúnaðarmanni starfsmanna en á varla sinn uppruna í þeim ranni.
Í beinu framhaldi hljóta menn að spyrja eins og "gæsaskyttan" forðum; hvað eru margir gæsir í hóp; hve mörgum starfsmönnum má segja upp á einu bretti án þess að um sé að ræða hópuppsagnir?
Samkvæmt svarinu sem skyttan fékk er allt yfir "3" hópur! Ef færri en þrír starfsmenn fá uppsagnarbréf þá er sannarlega ekki um að ræða hópuppsagnir. Ef fleiri en þrír fá bréf um mánaðarmótin breytir engu hvað fóstrið segir, þá er um "hópuppsagnir" að ræða.
Allt tal um annað er yfirklór og skrúðmælgi til þess eins ætlað að slá ryki í augu þeirra sem hafa af trúnaði og miklum metnaði unnið að því að gera, í fyrsta sinn í sjónvarpssögu þjóðarinnar, alvöru fréttasjónvarp. Eins og "erlendis".
Og hana nú!
2 Comments:
Einhvers staðar segir nú að sé fleiri en 10 starfsmönnum sagt upp á sama tíma sé um hópuppsagnir að ræða. Slíkar uppsagnir setja einhverjar skyldur á herðar vinnuveitenda, svo sem tilkynningaskyldu til einhverra opinberra aðila. Mörg fyrirtæki koma sér fram hjá þessum ákvæðum og þá oft fréttaflutningi í leiðinni með því að segja upp í örlítið smærri skömmtum yfir nokkur mánaðarmót.
Einmitt.
Post a Comment
<< Home