Saturday, September 09, 2006

Nings, Stórhöfða

Kínamatur er góður, reyndar misgóður eftir veitingastöðum, en sjaldan vondur. Nokkrir staðir bjóða austurlenska rétti í höfuðborginni og eru þeir eins misjafnir og þeir eru margir. Nings hefur gert út á hollustuna í sinni matargerð og jafnan skartað fegurðardísum til að vekja athygli á veitingastöðunum sem eru orðnir þrír í borginni. Kúnninn getur valið að borða á staðnum, taka með eða láta senda sér matinn. Á Stórhöfða er bjartur og þrifalegur staður sem býður fjóra rétti úr hitaborði auk sérréttaseðils, sushi og sérstakra heilsubakka fyrir þá sem eru að passa línurnar. Hitaborðið í hádeginu hefur sloppið fyrir horn nokkrum sinnum en líka verið óspennandi í hin skiptin. Einhvernvegin þarf þessi matur að vera nýeldaður til að vera virkilega góður. Datt niður á hádegistilboð, í grænmetis- og heilsukafla matseðilsins, steiktar eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti, og þann rétt panta ég örugglega aftur. Svo spillir nú ekki að stúlkurnar í afgreiðslunni eru bráðhuggulegar.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Indókína hefur hingað til haft vinninginn á mínu heimili þegar pantaður hefur verið kínverskur matur. Góður matur og gott verð, þó svo að verðið hafi aðeins hækkað uppá síðkastið, en það er nú bara í takt við allt annað í þjóðfélaginu...

9/10/2006 1:24 AM  

Post a Comment

<< Home