Tuesday, September 05, 2006

Fita

Var eitthvað að væla inní mér yfir fitu, minnar og minna nánustu, þegar ég rakst á pistil titlaðan "mörorka" á bloggsíðu Hnakkusar. (sjá link hér til hægri). Ekki bara er Hnakkus skemmtilegur og uppátækjasamur penni heldur sér hann oftar en ekki grátbroslegar hliðar á mönnum og málefnum. Pistillinn er lesning útaf fyrir sig en ég skellti fyrst verulega uppúr við lestur kommentanna og svara bloggarans við þeim. Heimatilbúin vandamál hins vestræna menningarheims vaxa okkur oft svo í augum að skyggir á íroníuna sem í þeim felst. Vælukórinn má ekki verða svo hávær að aðrar og skemmtilegri raddir heyrist ekki eða þagni alveg.
Mæli með heimsókn á blogg Hnakkusar.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Og þar sem ég er með afbrigðum þrautseigur maður, tókst mér að finna linkana, sem hafa með undarlegum hætti sigið til botns hér hægra megin.

Annars er heilmikið til í þessum skrifum hans, ég held að flestir þekki eða kannist við einhvern sem þiggur örorkubætur á frekar hæpnum forsendum.

9/06/2006 10:32 AM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Hvaða hvaða !
Linkarnir viku tímabundið fyrir trúðnum í Washington. En þeir fóru ekki langt. Hann mun hinsvegar fara veg veraldar eftir 866 daga, 7 klukkustundir, 11 mínútur og 35, nei 34, nei 33, nei 32, nei 31.........

9/06/2006 7:55 PM  

Post a Comment

<< Home