Wednesday, August 23, 2006

Loksins loksins loksins !!!

Í morgunblaðinu í dag, (og á mbl.is) mátti lesa eftirfarandi klausu:

Fær sekt fyrir að keyra of hægt

Það er ekki oft sem þarf að hafa afskipti af ökumönnum fyrir að keyra of hægt. Það gerðist þó hjá lögreglunni í Reykjavík í gær. Þá stöðvaði hún ökumann á Vesturlandsvegi en sá var með hjólhýsi í eftirdragi. Viðkomandi ók töluvert undir 50 km hraða og á eftir honum myndaðist löng röð bíla. Við þetta skapaðist hættuástand að mati lögreglunnar.

Að sögn lögreglunnar gerði ökumaðurinn með hjólhýsið jafnframt ekkert til að liðka fyrir umferðinni sem á eftir honum kom. Hann gaf hvorki öðrum bílum merki um að komast framhjá né ók til hliðar til að hleypa þeim framhjá. Á umræddum vegi er einmitt svigrúm til að gera slíkt.

Lögreglan segir að svona aksturslag geti kostað viðkomandi ökumann tíu þúsund krónur í sekt og tvo punkta í ökuferilsskrá.

.....

Ég verð að fagna því að loksins skuli lögreglan grípa inní þegar enn einn Combicamparinn setur sig í skipstjórasætið og heldur öllum öðrum ökumönnum fyrir aftan sig. Ég hef lengi haldið því fram að þeir sem aka hægar en "umferðarhraðinn" segir til um, og þá erum við hvorki að tala um löglegan hámarkshraða né meðalhófstilfinningu einstakra lögreglu-umdæma heldur þann hraða sem venjulegir ferðalangar stilla sig inná, valdi mun meiri hættu í umferðinni heldur en þessi eini og eini sem kýs að aka hraðar. Framúrakstur verður ekki aðkallandi nema að einhver taki sér þau völd að ætla að stjórna öllum hinum. Svona vegaruddar eru mun líklegri til að orsaka slys en hinir sem halda ferð sinni áfram á eðlilegum hraða og það var hárrétt og virðingarverð ákvörðun lögreglunnar að hafa afskipti af þessum kjána. Svona vegasóðar þvinga aðra til framúraksturs, þá er viðkomandi væntanlega í sumum tilfellum farinn yfir löglega hraðann, og glotta svo við tönn þegar menn eru "böstaðir" handan við næst beygju eða hæð. Engin leið er til að útskýra fyrir radarnum að maður hafi verið búinn að hanga fyrir aftan Camparann síðan í Mosfellsbæ og maður hafi einfaldlega verið búinn að fá nóg. Þessi aðgerð lögreglunnar er vonarneisti og ber vott um heilbrigða hugsun hjá viðkomandi lögregluþjóni. Hann á hrós skilið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home