Bréf til mín
Mér barst póstur og ég vona að höfundi bréfsins sé ekki á móti skapi að ég birti innihald þess hér. (Reyndar er bréfið að finna hér á síðunni sem "comment" við grein mína um kurteisi og virðingu).
Sæll Hjörtur. Siggeir heiti ég og þekki þig svo sem ekki neitt en ég rakst inná síðuna þína í gegnum síðuna hans Simma (sem ég þekki heldur ekkert en les síðuna sökum þess hve mikill snilldar penni hann er). Ég sá mig hins vegar knúinn til að kommenta á þennan pistil því svo "skemmtilega" vill til að ég hef verið tekinn fyrir hraðakstur bæði af lögreglunni á Blönduósi og á Akureyri.
Á Blönduósi var ég einmitt tekinn á 107! Ég hélt fyrst að það væri verið að stoppa einhvern annan og hugsaði með mér þegar ég sá bláu ljósin: "Haha! Verið að stoppa einhvern óheppinn!" Það var ekki fyrr en lögreglan beygði í veg fyrir mig að ég áttaði mig á því að það væri verið að stoppa mig. Það er skemmst frá því að segja að lögreglumennirnir voru mjög dónalegir og hrokafullir og mér leið eins og ég væri í yfirheyrslu vegna þess að ég væri sakaður um morð eða eitthvað þaðan af verra.
Síðar var ég stöðvaður á Akureyri. Þá var ég á 158 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn var 50. Hefði mér þótt það fyllilega eðlilegt að lögreglan hefði sýnt mér hroka og dónaskap, og hefði ég sennilega ekki gert athugasemd við að vera færður í járn fyrir þennan asnaskap. Þeir voru hins vegar mjög rólegir og almennilegir allan tíman, töluðu við mig maður við mann og sem jafningja en ekki sem einhverjir hrottar og fautar á power trippi. Sá eini sem var eitthvað hranalegur var fulltrúi sýslumanns sem þurfti að ræsa út klukkan 3 að nóttu til að klippa á ökuskýrteinið mitt :)
Þessi litla dæmisaga ætti að sýna það vel á hversu miklum villigötum lögreglan á Blönduósi er. Lögreglan á Akureyri hefur sömuleiðis stoppað mig þegar ég var að keyra eilítið of hratt og spjallað við mig á léttu nótunum og bent mér á að hægja aðeins mér. Þannig á það líka að vera!
Sæll Hjörtur. Siggeir heiti ég og þekki þig svo sem ekki neitt en ég rakst inná síðuna þína í gegnum síðuna hans Simma (sem ég þekki heldur ekkert en les síðuna sökum þess hve mikill snilldar penni hann er). Ég sá mig hins vegar knúinn til að kommenta á þennan pistil því svo "skemmtilega" vill til að ég hef verið tekinn fyrir hraðakstur bæði af lögreglunni á Blönduósi og á Akureyri.
Á Blönduósi var ég einmitt tekinn á 107! Ég hélt fyrst að það væri verið að stoppa einhvern annan og hugsaði með mér þegar ég sá bláu ljósin: "Haha! Verið að stoppa einhvern óheppinn!" Það var ekki fyrr en lögreglan beygði í veg fyrir mig að ég áttaði mig á því að það væri verið að stoppa mig. Það er skemmst frá því að segja að lögreglumennirnir voru mjög dónalegir og hrokafullir og mér leið eins og ég væri í yfirheyrslu vegna þess að ég væri sakaður um morð eða eitthvað þaðan af verra.
Síðar var ég stöðvaður á Akureyri. Þá var ég á 158 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn var 50. Hefði mér þótt það fyllilega eðlilegt að lögreglan hefði sýnt mér hroka og dónaskap, og hefði ég sennilega ekki gert athugasemd við að vera færður í járn fyrir þennan asnaskap. Þeir voru hins vegar mjög rólegir og almennilegir allan tíman, töluðu við mig maður við mann og sem jafningja en ekki sem einhverjir hrottar og fautar á power trippi. Sá eini sem var eitthvað hranalegur var fulltrúi sýslumanns sem þurfti að ræsa út klukkan 3 að nóttu til að klippa á ökuskýrteinið mitt :)
Þessi litla dæmisaga ætti að sýna það vel á hversu miklum villigötum lögreglan á Blönduósi er. Lögreglan á Akureyri hefur sömuleiðis stoppað mig þegar ég var að keyra eilítið of hratt og spjallað við mig á léttu nótunum og bent mér á að hægja aðeins mér. Þannig á það líka að vera!
6 Comments:
Það er aldeilis! Mér þykir mér mikill heiður sýndur með þessari birtingu hér á forsíðunni, en á sama tíma hlýt ég að velta því fyrir mér hvort hér sé um háð að ræða og verið að gera grín að virðingarleysi mínu fyrir lögum og reglum þessa lands :)
Ég fullvissa þig um að þessu var öfugt farið. Mér þótti bara gott að vita að ég er ekki einn á báti.
Örlítið innlegg frá almennum borgara!
Kæri Siggeir
Hvernig datt þér í hug að keyra á 156km hraða þar sem má vera á 50km hraða? Eða bara hreinlega fara svona hratt yfirhöfuð?
Ég vona að þú hafir lært þína lexíu og gerir þér grein fyrir í hverskonar hættu þú stofnar öðru fólki.
Ég persónulega er kurteis manneskja að eðlisfari, en ef ég hefði náð í rassgatið á þér á þessum hraða hefði ég verið allt annað en kurteis. Held ég hefði orðið að rassskella þig fyrir framan allan Akureyrarbæ.
Jæja, gott að fá það á hreint :)
Ég held að það séu ansi margir sem hafa svipaða sögu að segja af lögreglunni á Blönduósi. Ég veit meira að segja um einn sem var stoppaður á 105. Slíka ökuþrjóta og brjálæðinga hlýtur að vera öllum lögreglumönnum mikið kappsmál að taka úr umferð ekki seinna en í gær!
Ég gleymdi svo að koma inná það í bréfinu mínu sem ég hef stundum velt fyrir mér - hvernig ætli það hefði farið fyrir mér ef lögreglan á Blönudósi hefði stoppað mig á 158? Miðað við viðbrögðin þegar ég gerðist svo djarfur að keyra 17 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða þori ég varla að ímynda mér hvernig þeir hefðu brugðist við ef þeir hefðu gripið mig 108 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða! Ég væri eflaust ekki til frásagnar um þann atburð, hefði sjálfsagt verið leiddur afsíðis og tekinn af lífi án dóms og laga.
Já, sennilega. Þeir gera það við hunda nágrannans þarna í þessu héraði svo það er aldrei að vita. Mörk velsæmis, skynsemi og "live and let live" eru óljós alveg frá miðri Holtavörðuheiði til Varmahlíðar.
En ég held að fullyrða megi að hinn almenni vegfarandi er ekki sáttur. Svo má íhuga hvort ekki liggi í augum uppi hvenær hraði ökutækis sé orðinn svo mikill að hann sé orðin óafsakanlegur í fáránleika sínum. Ég les milli lína að þú vitir sjálfur þín eigin mörk hvað það varðar.
Ætlun mín var að vekja athygli á mismunandi nálgun í starfi lögreglu í hinum dreifðu byggðum landsins. Hvernig mönnum virðist hafa stigið embættið til höfuðs á einum stað en ekki öðrum. Það getur ekki verið ásættanlegt að borgararnir séu ekki jafnir fyrir lögunum háð því hver heldur um radarinn.
Þessu til viðbótar; það er ekki svo langt síðan Hafnarfjarðarlöggan þekkti okkur ormana alla með nafni og við þá. Ég hélt að enn eymdi eftir af slíku "útá landi"....
Ég gat svo sem alveg sagt mér það sjálfur að einhver myndi byrja að skammast yfir þeim hraða sem ég var á hérna um árið en tilgangur minn með þessum skrifum var ekki að vekja athygli á því að ég var eitt sinn ökuníðingur heldur einmitt misræmi í löggæslu hér á landi og sömuleiðis benda Hirti á að hann væri aldeilis ekki sá eini sem hefði lent í þessari vitleysu á Blönduósi.
Það er einlæg von mín að þessi umræða snúist ekki uppí umræðu um asnaskap minn. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég gerði mistök, og sé eftir þeim. Það er kannski best ég komi því á framfæri að ég hef ekki verið stöðvaður aftur af lögreglunni síðan þessi atburður átti sér stað (haustið 2003) og á ég ekki von á því að það gerist aftur. Nema kannski ef ég hætti mér yfir 105 í grennd við Blönduós!
Post a Comment
<< Home