Saturday, July 01, 2006

Allir voða sárir !!!

Í pistlum mínum undanfarið hafa sumir greint gremju yfir ástandi mála og óánægju mína með þjónustuþátt veitingabransans. Svo ömurlegt er ástandið víða að frábær matur nær engan veginn að bæta fyrir viðvaningsháttinn og klúðrið á meðan á máltíðinni stendur. Ekki svo að skilja að það sé ekki hægt að fara út að borða og njóta þess þrátt fyrir kunnáttuleysi og vangetu starfsmanna sem ráðnir hafa verið til að ganga um beina, nei svo er sem betur fer ekki í mörgum tilfellum en það er hundfúlt að vera látinn borga fyrir eitthvað sem maður fær svo alls ekki. Ef ég kaupi bíl og í honum á að vera tilgreindur búnaður sem greitt er fyrir sérstaklega, verður enginn hissa þegar mér gremst að finna ekki viðkomandi búnað en þegar ég er rukkaður umtalsverðar upphæðir, álagningu vegna þjónustu, og geri athugasemd vegna þess að engin þjónusta var veitt eða í sumum tilfellum, kvöldið hreinlega eyðilagt fyrir mér með hroka og fruntagangi þá er eins og ekki megi gagnrýna, allir verða voða sárir.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

www.malbein.net/pallasgeir/

Páll Ásgeir ekki mjög hrifinn af B5, en þú, kæri veitingahúsarýnir?

7/13/2006 3:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

VAR AÐ FÁ MANNLÍF Í HENDUR. SKEMMTILEGUR PISTILLINN ÞINN AÐ VANDA!

7/15/2006 12:40 AM  

Post a Comment

<< Home