Thursday, June 01, 2006

Red Chilli Pósthússtræti

Í Pósthússtræti 13, á horninu aftan við dómkirkjuna, hafa margir reynt fyrir sér með veitingarekstur með misjöfnun árangri. Þar er nú kominn veitingastaður sem á alla möguleika á að slá í gegn. Red Chili býður mat með mexikósku ívafi, fajitas, quesadillas, enchiladas og burritos. Steikur, salöt og pasta auk hamborgara, hefðbundinna og óvenjulegra.

Ég tengdi staðinn ekki í huganum við Red Chili í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg því sá hreif mig ekkert sértaklega. Þessi gerði það hinsvegar og eftir að hafa prófað nokkrum sinnum í hádegi langar mig mjög að upplifa staðinn að kvöldlagi. Maturinn er góður, þjónustan fagmannleg og staðsetningin frábær. Nú þyrfti bara að fjölga bílastæðum...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég datt þarna inn eitt síðdegið og fékk mér grillaða kjúklingabringu með chili og kókos. Ég var ekki nógu sáttur við réttinn því eitthvað voru þeir að spara fiðurfénaðinn. Mér sýndist að í réttinum hefði í mesta lagi verið fjórðungur úr bringu. Það sem ég hélt að væri kjúklingur þegar rétturinn kom á borðið reyndist aðallega vera kartöflubitar. Rétturinn var sæmilega bragðgóður en þarna var greinilega verið að spara í hráefniskostnaði.

9/01/2006 12:13 AM  

Post a Comment

<< Home