Burger King
Alltaf er ég jafnbit á því þegar afgreiðslufólk ber ekki hag fyrirtækisins sem það vinnur hjá fyrir brjósti. Á Burger King í Smáralind vinna krakkar sem er sléttsama um hvort viðskiptavinurinn fer ánægður eða svekktur frá þeim eftir máltíð. Fjögur börn og tveir fullorðnir keyptu hamborgara og skýrt var tekið fram að þau tvö yngstu vildu “barna” borgara. Barnamáltíðinni á að fylgja eitthvert lítið leikfang en þegar spurt var um það kom í ljós að það fylgir ekki JR (djúníor) borgaranum sem þó er mun dýrari en hinn sem dótið á að fylgja. Í stað þess að gott úr misskilningnum fór afgreiðslukrakkinn að munnhöggvast við kúnnann og gaf sig ekki, ekkert dót fyrir þessi börn. Hamborgararnir þarna eru ruslfæði svo um þá þarf ekki að fjölyrða, læt nægja að benda á að mun betri borgara er hægt að fá nánast hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu, með dóti eða án ...
2 Comments:
ekkert vera að fara á Burger King Hjörtur minn, haltu þig bara við Búlluna í Hafnarfirði, þú veist að þú færð afgreiðslu og yfirgefur staðinn ánægður
Vildi bæta inn þarna, almennilega afgreiðslu
Post a Comment
<< Home