Galileo
Galíleó gerir út á að vera ítalskur veitingastaður. Fátt þar inni sem minnir á Ítalíu, landið eða þjóðina. Pizzur er hægt að fá víða þó menn kalli staðina sína ekki Ítalska. Sátum á efri hæðinni og vorum einu gestirnir lengi vel framanaf. Það kom þó ekki í veg fyrir afskiptaleysi stúlknanna þriggja sem fóru frekar að raða stólum um alla hæð en að sinna okkur. Alveg finnst mér furðuleg stefna hjá veitingahúsaeigendum að vera eilíft að ætla að spara pening með því að ráða ófaglært staff til að ganga um beina. Við hefðum t.a.m. örugglega setið lengur og eytt meiri peningum ef þjónn, með fagmennsku sinni og kunnáttu, hefði látið okkur finnast við vera velkomin á þennan stað. 6 manna fjölskylda er það góður kúnni að það er ekki forsvaranlegt að fæla hana út bara af því að stelpurnar nenna ekki að vinna það verk sem þær voru ráðnar til ...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home