Monday, March 13, 2006

Ruby Tuesday Höfða

Ég er sammála því að gefa eigi fólki sem nennir að vinna, tækifæri, en þurfa þeir sem ætla að starfa á veitingahúsum og þar að afgreiða íslenskumælandi viðskiptavini að stærstum hluta, ekki að fá einhverja lágmarkstilsögn í tungumálinu áður en þeim er hent útí sal? Ruby Tuesday á Höfða er með þessi mál í miklum ólestri. Þar virðist enginn kunna neitt tungumál annað en sitt eigið. En það eitt og sér ætti ekki að hindra starfsfólk í að vera kurteist. Góðan dag, gjörið svo vel, verði ykkur að góðu, takk fyrir og fleiri slíkir frasar geta nefnilega virkað á fleiri tungum en Íslensku ...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæhæ, ég hef farið á ruby ótrúlega oft, og spjallað við stelpurnar, ég tók eftir erlendu stelpunum og fór að spurja út í þær, það eru 2 erlendar stelpur í salnum. Ein kann íslensku, er að læra hana í háskólanum eins og er. og hin er öll að koma til. Á venjulegri helgarvakt eru um 8 starfsmenn á vakt svo það ætti ekki að vera vandamál að hitta á einhverja sem talar íslensku. Það er bara eins og maður taki bara eftir þeim erlendu ef maður er að pirra sig á því. Eins og alltaf þegar maður er pirraður, þá er eins og maður sjái ekkert annað en það sem pirrar mann. (þegar aaallir í umferðinni eeru á 50km hraða, baaara gamlar konur undir stýri osfrv) :)

Kv. fastakúnni

4/25/2007 3:20 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Takk fyrir þetta innlegg, alltaf gaman að fá comment á eldri skrif - gott að einhver les það sem hér er birt.
Ég get tekið undir með þér að þessi tungu(mála)mál eru ekki í eins miklum ólestri og var. Stúlkurnar fengu, að ég held, strax tilsögn því ég fann mikinn mun í næstu heimsókn minni. Svo hefur leiðin legið uppá við og ég er viss um að þeim líður miklu betur en áður, allavega eru þær miklu afslappaðri og brosmildari í dag.
Og kurteisari...
HH..

4/25/2007 6:46 PM  

Post a Comment

<< Home