Monday, March 13, 2006

Sushi

Sushi færibandið O-sushi á efri hæð bókabúðarinnar Iðu er fyndið fyrirbæri. Réttirnir eru ferskir og bragðgóðir. Fjölbreyti- og framandleiki er yfirskriftin og allt sem ég prófaði var gott. Japönsk hefð er fyrir því að byrja svona máltíð á Mísó súpu og sú sem þarna var framborin var til sóma. Laxa-tartar var upplífgandi og kjúklinga-chilli smáréttur kom mér skemmtilega á óvart. Var reyndar dálítið hissa að sjá kjúlla þarna innanum en það virkaði. Hvala sashimi bar af nokkrum sem í boði voru og rækjur futomaki voru líka góðar. Annars er það sushíið sem er aðall staðarins og traustvekjandi að finna hve mikil virðing er borin fyrir hráefninu, besta fisk í heimi...

1 Comments:

Blogger Drífa Hrönn said...

Sæll minn kæri

get ekki alveg tekið undir þetta hjá þér með Sushi staðinn. Ég er reyndar engin sushi manneskja og fannst því allt sem ég bragðaði eins og slor. Þessi misu-súpa sló öllu við, verri súpu hef ég aldrei sett inn fyrir mínar varir!

bið að heila stórfjölskyldunni.
mbk, Drífa Hrönn

3/14/2006 9:29 AM  

Post a Comment

<< Home