Sunday, April 09, 2006

Súfistinn Hafnarfirði

Súfistinn við Strandgötu í Hafnarfirði er eina kaffihúsið sem stendur undir nafni í þeim bæ. Ljóður er þó á sem dregur Súfistann talsvert niður. Tilgangur heimsókna á þennan stað hlýtur að vera, fyrir utan kaffið sjálft, að eiga augnabliks upprof frá amstri dagsins, slaka örlítið á, lesa blöð og kannski að hitta fólk og spjalla. Það er útilokað þegar djöfulgangurinn í kaffivélinni er slíkur að maður heyrir sjálfan sig ekki hugsa. Svona alvörukaffivélar eru víða en ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma heyrt annan eins hávaða í þeim og ég upplifði þarna. Ég hélt um tíma að draslið myndi hreinlega springa í loft upp
Seinagangurinn í afgreiðslu á Súfistanum er hluti af stemmningu en þetta síendurtekna áreiti var ekki hægt að leiða hjá sér. Og eitt enn: Unglingar, sem koma í hópum, og einn eða tveir kaupa kaffi meðan hinir þamba vatn, þurfa að tempra tóbaksneysluna. Ef ég á að fara úr óbeinum reykingum vil ég í það minnsta að það séu “paying customers” sem valda því ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home