Tónlist og kirkja
Í Hafnarfjarðarkirkju hafa starfað í gegnum tíðina margir merkir tónlistarmenn og er á engan hallað þó nöfn Friðriks Bjarnasonar tónskálds og Páls Kr. Pálssonar komi fyrst upp í hugann.
Báðir voru framsæknir frumkvöðlar í tónlist og skyldu eftir sig merkileg söfn, skrifaðar nótur og upptökur. Safn Friðriks varð grunnurinn að Friðriksdeild bókasafns Hafnarfjarðar, tónlistardeildinni, sem hefur vaxið fiskur um hrygg og er starfandi í dag í nýjum húsakynnum Bókasafnsins við Strandgötu. Nótnasafn Páls hefur enn ekki verið flokkað nema að hluta til en ljóst er að þar leynast miklar gersemar. Má nefna frumprentun af nokkrum verkum Bachs sem dæmi. Antonía Hevesi, organisti, hefur um nokkurt skeið unnið að varðveislu nótnasafnsins en mest er um að ræða óinnbundin blöð. Upptökur af organleik Páls voru á sínum tíma gefnar út á vínil og síðar endurútgefnar í stafrænu formi á geisladiskum. Þar leikur Páll á orgel Hafnarfjarðarkirkju og má glöggt heyra hvílíkur meistari er þar á ferð.
Orgelið er nú komið til ára sinna og varla svipur hjá sjón en á upptökunum hljómar það stórkostlega, hljómmikið í sterkum köflum og undurmilt í mýkri tónhendingum. Hugmyndir eru uppi um að endurbyggja hljóðfærið og nýta úr þvi allt að tuttugu raddir en bæta tíu til tólf röddum við. Þannig fengist orgel sem tæknilega svaraði kröfum samtímans en hinn eftirsóknarverði hljómblær og tónn gamla hljóðfærisins héldist að stórum hluta. Orgelið sem var í kirkjunni fram til ársins 1954 var átta radda Zackariesen hljóðfæri og var um tíma geymt í byggðasafninu. Ekki er vitað fyrir víst hvar það er niðurkomið í dag en Helgi Bragason, organisti kirkjunnar í þrettán ár frá 1984 til 1997, hefur sett fram hugmynd um að ef það fyndist væri gaman að það yrði gert upp og komið fyrir í Hásölum Strandbergs.
Kór Hafnarfjarðarkirkju hefur ávallt verið sjálfum sér og kirkjunni til sóma. Á seinni árum hefur kórinn vaxið og eflst og undanfarin tuttugu ár hefur hann tekið þátt í tónleikahaldi og tónlistarviðburðum víða um land og erlendis. Skemmst er að minnast ferðar kórsins til Ungverjalands þar sem hann söng við messu og á tónleikum. Á efniskránni voru þekkt kórlög og íslensk ættjarðarlög. Var gerður góður rómur að flutningi kórsins og vakti heimsóknin mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum. Stórvirki kórtónbókmenntanna hafa verið æfð og flutt í Hafnarfjarðarkirkju, verk eftir Mozart, Bach, Handel og einnig íslensk tónskáld. Barnakórar hafa nú um árabil starfað við kirkjuna samhliða kirkjukórnum.
Núna stýrir Helga Loftsdóttir bæði barnakór og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju sem fór í eftirminnilega söngferð til Danmerkur á liðnu vori. Anna Magnúsdóttir leikur undir söng þessara kóra. Sigrún M. Þórsteinsdóttir stjórnar nú Kór Hafnarfjarðarkirkju með Antoníu Hevesi organista. Kórinn leikur stórt hlutverk á afmælisárinu ekki síst á jólavökunni. Í tilefni afmælisins hefur verið æfð dagskrá sem flutt verður sunnudaginn 12. desember n.k., þriðja sunnudag í aðventu og felur hún að stórum hluta í sér hafnfirsk og innlend verk svo sem hæfir á þessum tímamótum.
Hlutverk organista hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Áður voru orgelleikarar oft með takmarkaða menntun og í gamla daga var algengt til sveita að bóndinn færi á tveggja tíma námskeið og léki svo í messum undir söng. Í dag eru organistar margir með langt og strangt nám að baki, sumir jafnvel með doktorsgráðu í tónlist og sérmenntun í kórstjórn. Auknar kröfur eru gerðar til organistans og hann þarf að geta sinnt fjölbreyttri samtímatónlist til viðbótar við hina klassísku kirkjutónlist.
Starf organista er í eðli sínu trúarlega þjónusta. Organisti sækir sér föng í sígildan tónlistararf kirkjunnar, innlendan og erlendan en gætir einnig að hræringum og nútímastraumum sem glæða lofsöng og einlæga tilbeiðslu. Dægurlög heyrast æ oftar í kirkjunni í seinni tíð og við nánari hlustun kemur í ljós að mörg hafa þau trúarlegan undirtón. Hinar sérstöku dægurlagamessur hafa verið vinsælar hjá bæjarbúum en í þeim er hefðbundnum sálmum skipt út fyrir dægurlög. Tónlist í kirkjunni á ávallt að endurspegla helgi hennar og virðingu.
Þessi grein birtist í afmælisriti Hafnarfjarðarkirkju haustið 2005
Báðir voru framsæknir frumkvöðlar í tónlist og skyldu eftir sig merkileg söfn, skrifaðar nótur og upptökur. Safn Friðriks varð grunnurinn að Friðriksdeild bókasafns Hafnarfjarðar, tónlistardeildinni, sem hefur vaxið fiskur um hrygg og er starfandi í dag í nýjum húsakynnum Bókasafnsins við Strandgötu. Nótnasafn Páls hefur enn ekki verið flokkað nema að hluta til en ljóst er að þar leynast miklar gersemar. Má nefna frumprentun af nokkrum verkum Bachs sem dæmi. Antonía Hevesi, organisti, hefur um nokkurt skeið unnið að varðveislu nótnasafnsins en mest er um að ræða óinnbundin blöð. Upptökur af organleik Páls voru á sínum tíma gefnar út á vínil og síðar endurútgefnar í stafrænu formi á geisladiskum. Þar leikur Páll á orgel Hafnarfjarðarkirkju og má glöggt heyra hvílíkur meistari er þar á ferð.
Orgelið er nú komið til ára sinna og varla svipur hjá sjón en á upptökunum hljómar það stórkostlega, hljómmikið í sterkum köflum og undurmilt í mýkri tónhendingum. Hugmyndir eru uppi um að endurbyggja hljóðfærið og nýta úr þvi allt að tuttugu raddir en bæta tíu til tólf röddum við. Þannig fengist orgel sem tæknilega svaraði kröfum samtímans en hinn eftirsóknarverði hljómblær og tónn gamla hljóðfærisins héldist að stórum hluta. Orgelið sem var í kirkjunni fram til ársins 1954 var átta radda Zackariesen hljóðfæri og var um tíma geymt í byggðasafninu. Ekki er vitað fyrir víst hvar það er niðurkomið í dag en Helgi Bragason, organisti kirkjunnar í þrettán ár frá 1984 til 1997, hefur sett fram hugmynd um að ef það fyndist væri gaman að það yrði gert upp og komið fyrir í Hásölum Strandbergs.
Kór Hafnarfjarðarkirkju hefur ávallt verið sjálfum sér og kirkjunni til sóma. Á seinni árum hefur kórinn vaxið og eflst og undanfarin tuttugu ár hefur hann tekið þátt í tónleikahaldi og tónlistarviðburðum víða um land og erlendis. Skemmst er að minnast ferðar kórsins til Ungverjalands þar sem hann söng við messu og á tónleikum. Á efniskránni voru þekkt kórlög og íslensk ættjarðarlög. Var gerður góður rómur að flutningi kórsins og vakti heimsóknin mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum. Stórvirki kórtónbókmenntanna hafa verið æfð og flutt í Hafnarfjarðarkirkju, verk eftir Mozart, Bach, Handel og einnig íslensk tónskáld. Barnakórar hafa nú um árabil starfað við kirkjuna samhliða kirkjukórnum.
Núna stýrir Helga Loftsdóttir bæði barnakór og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju sem fór í eftirminnilega söngferð til Danmerkur á liðnu vori. Anna Magnúsdóttir leikur undir söng þessara kóra. Sigrún M. Þórsteinsdóttir stjórnar nú Kór Hafnarfjarðarkirkju með Antoníu Hevesi organista. Kórinn leikur stórt hlutverk á afmælisárinu ekki síst á jólavökunni. Í tilefni afmælisins hefur verið æfð dagskrá sem flutt verður sunnudaginn 12. desember n.k., þriðja sunnudag í aðventu og felur hún að stórum hluta í sér hafnfirsk og innlend verk svo sem hæfir á þessum tímamótum.
Hlutverk organista hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Áður voru orgelleikarar oft með takmarkaða menntun og í gamla daga var algengt til sveita að bóndinn færi á tveggja tíma námskeið og léki svo í messum undir söng. Í dag eru organistar margir með langt og strangt nám að baki, sumir jafnvel með doktorsgráðu í tónlist og sérmenntun í kórstjórn. Auknar kröfur eru gerðar til organistans og hann þarf að geta sinnt fjölbreyttri samtímatónlist til viðbótar við hina klassísku kirkjutónlist.
Starf organista er í eðli sínu trúarlega þjónusta. Organisti sækir sér föng í sígildan tónlistararf kirkjunnar, innlendan og erlendan en gætir einnig að hræringum og nútímastraumum sem glæða lofsöng og einlæga tilbeiðslu. Dægurlög heyrast æ oftar í kirkjunni í seinni tíð og við nánari hlustun kemur í ljós að mörg hafa þau trúarlegan undirtón. Hinar sérstöku dægurlagamessur hafa verið vinsælar hjá bæjarbúum en í þeim er hefðbundnum sálmum skipt út fyrir dægurlög. Tónlist í kirkjunni á ávallt að endurspegla helgi hennar og virðingu.
Þessi grein birtist í afmælisriti Hafnarfjarðarkirkju haustið 2005
0 Comments:
Post a Comment
<< Home