Monday, March 13, 2006

Brú Hrútafirði

Á Brú í Hrútafirði var í nokkur ár hægt að fá íslenska kjötsúpu sem aðeins átti sinn líka í kjötsúpunni á Möðruvöllum. Á báðum þessum stöðum var skylda að stoppa og borða súpuna góðu. Nú standa Möðruvellir einir eftir sem framverðir íslensku kjötsúpunnar því bragðlausa skolvatnið með kjöt tuttlunum sem í boði er innst í Hrútafirðinum stendur ekki lengur undir þeirri sæmdarnafngift. Svo er algerlega ólíðandi að þreytulegt og pirrað afgreiðslufólkið segi við þá fjóra sem bíða í röðinni að nú sé því miður búið að loka og þeir fái því ekki afgreiðslu. Staðurinn lokar auðvitað á áður tilgreindum tíma en þeir sem þegar eru komnir inn, og búnir að velja það af matseðlinum sem þeir treysta sér í, hljóta að eiga einhvern rétt á lágmarks kurteisi. Þar fækkaði stoppustöðunum um einn og ég er nokkuð viss um að þeir sem þarna voru reknir út koma aldrei aftur inn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home