Monday, March 13, 2006

Gallery Fiskur

Plokkfiskur í sparifötunum getur verið fín tilbreyting en þá þarf hann einmitt að vera í “spari” fötunum. Uppsópið sem slett var á diskinn minn á fiskistaðnum Gallery Fiskur slapp varla fyrir horn þó maður tæki “spari” hugtakið burt. Lítill svartur pipar, nánast enginn laukur og fátt annað sem maður er vanur að finna í plokkfisk. En Galleríið gerir margt annað vel. Fékk ágæta Lúðu þar fyrir skemmstu, bragðgóða og smekklega fram borna en austurlensk grænmetis-og núðlusúpa sem ég smakkaði við sama tækifæri var alls ekki það, kannski nálægt því að vera “stílfærð lauksúpa með stakri núðlu”. Það verður að passa svolítið hvað hlutirnir eru nefndir, líka á svona hádegisstöðum í jaðri iðnaðarhverfa ...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ertu að breytast í Jónas kristjánsson matgæðing...

3/13/2006 9:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

takk fyrir þessa rýni sem er þarft og þakklátt framtak á þessum póstmódernísku leiðindatímum þar sem allt á að fílast bara af því bara

ég er svo til alveg sammála því sem hér er skrifað og sett fram af innsæi og tilfinningu fyrir því hvað gerir góðan veitingastað að góðum og vondum að vondum

þú ert ekkert að breytast í einhvern jónas sem var, og er ef hann er ennþá til, leiðindasnobbskarfur með heimóttarlegt attítjúd þúfnabanans með framsóknargöngulagi að þykjast vera internasjónal

ekkert slíkt hér, keep up the good work!!

3/17/2006 11:23 AM  

Post a Comment

<< Home