Friday, June 02, 2006

VIÐVÖRUN

Framvegis mun ég merkja með hauskúpu þá veitingastaði sem mér þykir sérstök ástæða til að vara við. Staðir sem misbjóða viðskiptavinum með slæmri þjónustu, vondum mat og háu verði fá , eðli málsins samkvæmt, enga stjörnu af þeim fimm sem hægt er að skreyta sig með en til þessa hefur mér ekki heldur þótt ástæða til að fjalla sértaklega um þá. Hin sorglega staðreynd er að afspyrnulélegir og fáránlega dýrir veitingastaðir eru því miður allt of margir og ef sneiða ætti hjá þeim og fjalla bara um þá sem eru þolanlegir eða betri er hætt við að umfjöllunin yrði ansi einhliða og gagnrýnishlutverki hennar ekki fullnægt. Það er því til hagræðingar fyrir þá fjölmörgu sem nýta sér þessi skrif þegar velja á veitingastað til að borða á sem ég mun framvegis merkja skussana sérstaklega.

3 Comments:

Blogger þórhallur said...

|Eins og venjulega fraberlega a[ or[i komist og brag[laukar sem vir[ast hafa smakka[ 'a halfum heiminum. Ef eg tek ekki mark a /essu er eg illa staddur enda smakka[ hryllyngin a kebab sta[num t.d. "Islensku stafirnir eru eitthva[ a[ str'i[a mer 'i /essari t-lvu. Tala betur vi[ /ig seinna og bordum a godum stad saman einhverntima. las allar greinarnar ;ttir ad vera rithofundur.
Matti gamli

6/05/2006 12:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

6/08/2006 9:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert hriðjuverkamaður veitingahúsanna!

7/26/2006 11:28 PM  

Post a Comment

<< Home