Thursday, June 01, 2006

Sælkerabarinn Nóatúni, Smáralind

Nú þarf ekki lengur að þvælast um allan bæ í leit að sælkeravörum eins og ostafylltum jalapenjo, alvöru pestó og perlulauk í balsamic. Í Nóatúnsbúðinni í Smáralind er kominn sælkerabar með allskonar ótrúlega góðum “gúrme” varningi. Antipasta og ólívur, nýbökuð Baguett brauð og samlokur smurðar af sælkerakokkum. Þvílíkur unaður. Og það sem kemur þægilega á óvart er að verðið er sanngjarnt. Enginn ætti að láta hjá líða að prófa eitthvað sem er í uppáhaldi eða eitthvað nýtt og framandi, allt sem í boði er er frábært ...

Ég smakkaði þrennskonar pesto, rautt sælkera pesto, grænt með olívum og svo “neon”grænt, en þar er á ferðinni tilraun yfirsælkerans með rucola salat, mjög sérstakt. Einnig prufaði ég nýsmurðar langlokur og þær eru keppnis. Mörg lög af áleggi og grænmeti á volgu brauði, toppað með sósu sælkerans, sannkallað delicatessen eins og “erlendis”...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home