Monday, July 24, 2006

Við Árbakkann

Á Blönduósi, rétt við þjóðveg númer eitt, er veitingastaðurinn Við Árbakkann. Þar borðaði ég tvisvar fyrr í sumar og fékk mjög góðan mat í bæði skiptin. Samlokurnar eru eins og þær sem maður sér í teiknimyndunum, matarmiklar og á mörgum hæðum og réttir dagsins voru vel matreiddir fiskar og steikur, hvort tveggja bragðgott og lystugt. Meðlæti var sömuleiðis gott, ferskt grænmeti, góðar kartöflur og sósur. Fyrir utan ágætan mat og snoturt umhverfi er einn helsti styrkur þessa veitingahúss að eigendurnir eru sjálfir á vakt í eldhúsinu og frammi í sal, milliliðalaust samband við framreiðslufólk sem bera hag gestanna, ekki síður en hússins, fyrir brjósti ...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home