Wednesday, July 26, 2006

Fagvernd

Enginn má titla sig rafvirkja nema sá sem hefur lokið prófi í því fagi og staðist það. Heldur ekki pípari, rennismiður, flugvirki, ökukennari, vélstjóri eða beykir. (veit samt ekki alveg með beykinn). Ég má til að mynda ekki titla mig organista þrátt fyrir tæp 30 ár sem atvinnuhljóðfæraleikari og hafandi leikið á flest betri kirkjuorgel landsins. Hvernig má þá vera að hver sem ráfar um sali veitingahúsa, kemst upp með að kalla sig þjón? Framreiðsla er þriggja ára nám sem lýkur með burtfararprófi og starfsheitinu framreiðslumaður, í daglegu tali; þjónn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home