Monday, July 24, 2006

Íslenskan í dag

Fólk er farið að bæta “N” inn í íslensk orð á ólíklegustu stöðum. Menn sem borða hnetur og ólívur eru orðnir “neytendur hnetna og ólívna” samkvæmt helstu fréttastofum landsins. Menn deyja undanfarið “ af völdum byssna” og aukinn fjöldi “greiðslna” er að sliga landann, enda vita allir að greidd skuld er glatað fé. Menn sem eru “hræddir” eru væntanlega haldnir “hræðni”. Reyndar eru svo lesendur tímaritsins Séð og heyrt orðnir lesendur “Séðs og heyrðs”. Kannski er þetta eðlileg þróun; “hin nýja Íslenska”, en ekki er hún falleg ...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll, rakst á þetta fyrir tilviljun. Þetta mun víst ekki vera neitt nýtt, heldur mun það gilda um almenna réttritun kvenkynsorða í eignarfalli. Hins vegar sniðganga margir þessa „reglu“ enda er allt gott og gilt með það.

Orðskrípið hræðni mun aftur vera annað vandamál, nokkuð alvarlegra. Enda þótt ég geri ráð fyrir að orðið sé þín uppfinning eru mörg sams konar orð þegar farin að íþyngja almennu málfari hér á landi. Samanber orðið „högnun“ annars vegar, almenna nafnorðun sagna hins vegar (orðið „nafnorðun“ verandi eitt dæmi hins síðarnefnda, „haldlagning“ verandi annað, sbr. „að leggja hald á“).

8/10/2006 1:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þarna gleymdist geta þess að reglan nær að sjálfsögðu aðeins til kvenkynsorða í eignarfalli fleirtölu.

8/10/2006 11:20 AM  

Post a Comment

<< Home