Tuesday, August 29, 2006

Orð

Rakst á ágætan pistil um merkingu orða. Orð sem við notum daglega sem hluta af okkar máli en leiðum sjaldan hugann að raunverulegri merkingu. Bréfritari tiltók orðið "handklæði"! Af hverju í ósköpunum er þetta orð notað yfir tau-bleðilinn sem við þerrum okkur með, eftir þvott? Því er þetta ágæta orð ekki frekar notað yfir það sem við nefnum vettlinga? Er það fyrirbæri ekki miklu frekar hand-klæði? Þetta þótti mér fyndið.
En þetta skrítna orð "vett-lingur"! Er það eitthvað sem er minna en vöttur? Svona eins og jepp-lingur er minni en jeppi. Þessu til viðbótar eru svo orð eins og "sokk-apar" sem eru, í þessum orðum töluðum, í bráðri útrýmingarhættu. Ég sé að minnsta kosti aldrei nema staka einstaklinga af þessari tegund á mínu heimili. Og svo hið dásamlega orð "mysingur". Ætti ekki að stafsetja það "mis-syngur"? Og nota um þann sem skríplar falskt. Setningin væri þá; "nei, hann kemst aldrei í kórinn þessi, hann missyngur svo herfilega".

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Algjör snilld! Takk fyrir þetta. Hahahahaha

8/30/2006 8:21 AM  

Post a Comment

<< Home