Spjall !
Fór á heilsusýningu um helgina og mun skrifa lærða grein um þá heimsókn innan tíðar, (eða ekki).
Hinsvegar langar mig að deila smáatviki sem ég varð vitni að á sýningargólfinu. Þarna voru margir og skrítnir básar og fólk að kynna ótrúlegustu hluti fyrir öðru fólki. Svo labbaði sá þriggja ára aðeins frá mömmunni og gefur sig á tal við töffarann sem var að passa einhvern bíl í einum básnum. (tal, segi ég! þið vitið; svona eins og þriggja ára getur talað, og fæstir skilja múkk í). Þá gerðist hið ótrúlega að sá eldri tók þeim yngri af fullri virðingu. Hlustaði og svaraði og átti raunverulegt samtal við stubbinn. Hann fór t.a.m. ekki niður á hnén í eitthvert "gúrí gúri" eins og flestir sem tala við börn. Hann hunsaði heldur ekki beiðni um samtal eins og margir gera þegar litlu mennirnir eiga í hlut. Nei. Hann hélt alveg karakter og var með krosslagðar hendur allan tímann, töffari, en gaf sig samt allan að þessum "manni" sem var þarna kominn til að spjalla. Báðir vona ég að hafi farið ríkari heim af þessum fundi, eftir þetta "close encounter"! Gaman væri að hafa heyrt hvað þeim fór á milli... Og þó ekki. Maður á ekki að vera að hnýsast í einkamál.
Hinsvegar langar mig að deila smáatviki sem ég varð vitni að á sýningargólfinu. Þarna voru margir og skrítnir básar og fólk að kynna ótrúlegustu hluti fyrir öðru fólki. Svo labbaði sá þriggja ára aðeins frá mömmunni og gefur sig á tal við töffarann sem var að passa einhvern bíl í einum básnum. (tal, segi ég! þið vitið; svona eins og þriggja ára getur talað, og fæstir skilja múkk í). Þá gerðist hið ótrúlega að sá eldri tók þeim yngri af fullri virðingu. Hlustaði og svaraði og átti raunverulegt samtal við stubbinn. Hann fór t.a.m. ekki niður á hnén í eitthvert "gúrí gúri" eins og flestir sem tala við börn. Hann hunsaði heldur ekki beiðni um samtal eins og margir gera þegar litlu mennirnir eiga í hlut. Nei. Hann hélt alveg karakter og var með krosslagðar hendur allan tímann, töffari, en gaf sig samt allan að þessum "manni" sem var þarna kominn til að spjalla. Báðir vona ég að hafi farið ríkari heim af þessum fundi, eftir þetta "close encounter"! Gaman væri að hafa heyrt hvað þeim fór á milli... Og þó ekki. Maður á ekki að vera að hnýsast í einkamál.
4 Comments:
Umræðan hefur máske snúist um "úttilalli"?
"Bædemann" og Úbbmann" koma líka til greina. Eða það nýjasta "Jé dann á dölvu!!!". En samtal var það, því greinilega var skipst á skoðunum.
Hvaða bíl var hann að passa? Kannski mar' ætti að kaupa af honum. Hann talar kannski líka við tjéllingar?
Eins og ég sagði, margir og skrítnir básar. Fólksbíll í bás á heilsusýningu? Kannski var hann bara svona feginn að einhver gaf sig á tal við hann, búinn að standa þarna alla sýninguna að passa bíl.
Post a Comment
<< Home